Saka Úkraínumenn um umfangsmikla drónaárás

Fyrir utan höfuðstöðvarnar í Sevastópol.
Fyrir utan höfuðstöðvarnar í Sevastópol. AFP/Stringer

Rússar hafa sakað Úkraínumenn um að standa að baki umfangsmikillar drónaárásar á höfuðstöðvar sjávarflota Rússa í Svartahafi, sem staðsettar eru í hafnarborginni Sevastópol á Krímskaga. 

Árásin er sögð hafa byrjað klukkan 04:20 að staðartíma og eiga Úkraínumenn að hafa sent 16 dróna til atlögu. Að minnsta kosti eitt skip er sagt hafa orðið fyrir tjóni.

Úkraínumenn hafa ekki viðurkennt árásina.

Borgarstjóri Sevastópol, sem Rússar skipuðu, segir árásina hina umfangsmestu frá því að innrásin hófst í febrúar. Þá væri búið að skjóta niður drónana og að innviðir hefðu ekki orðið fyrir tjóni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert