Pelosi lætur af embætti forseta fulltrúadeildarinnar

Nancy Pe­losi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings.
Nancy Pe­losi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings. AFP/Olivier Douliery

Nancy Pe­losi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, hefur ákveðið að láta af embætti sem forseti deildarinnar er Repúblikanaflokkurinn tekur við völdum og verður í meirihluta í janúar. 

„Ég mun ekki sækjast eftir því að leiða demókrata er nýtt þing hefst,“ sagði Pelosi, sem er 82 ára gömul, í þinginu í dag. 

„Tíminn er kominn fyrir nýja kynslóð til þess að leiða flokkinn,“ sagði hún en hún ætlar að sitja áfram á þingi þó hún muni ekki gegna embætti forseta lengur. 

Í dag varð það ljóst að Repúblikanaflokkurinn er með meirihluta í fulltrúadeildinni næstu tvö árin, með að minnsta kosti 218 þingmenn. Líklegt þykir að leiðtogi flokksins á þinginu, Kevin McCarthy, verði næsti forseti fulltrúadeildarinnar. 

Pelosi hefur setið á þingi frá árinu 1987 en hún greindi frá því eftir þingkosningarnar í mánuðinum að árásin á eiginmann hennar, Paul Pelosi, myndi hafa áhrif á áframhaldandi þingsetu hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka