Hlaðvarpsþættir leiddu til 24 ára dóms

Hlaðvarpsþættirnir The Teacher´s Pet nutu mikilla vinsælda.
Hlaðvarpsþættirnir The Teacher´s Pet nutu mikilla vinsælda. Ljósmynd/Australian

Fyrrverandi menntaskólakennari í Ástralíu hefur verið dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir morð á eiginkonu sinni eftir að ný sönnunargögn í málinu komu fram í vinsælum hlaðvarpsþætti.  

Chris Dawson, 74 ára, var fundinn sekur um að hafa drepið Lynette Dawson fyrir 40 árum síðan þegar hann átti í ástarsambandi með ungri barnfóstru sinni og fyrrverandi nemanda.

Lík eiginkonu hans fannst aldrei og fáar vísbendingar bárust vegna málsins þangað til hlaðvarpsþátturinn The Teacher´s Pet fór í loftið árið 2018. Vakti hann mikinn áhuga hjá almenningi og síðar hjá lögreglunni, sem hóf að rannsaka málið á ný.

Dawson á ekki möguleika á reynslulausn úr fangelsinu fyrr en eftir 18 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert