Hvetur mótmælendur til að sýna stillingu

Joe Biden við ræðuhöld í gær.
Joe Biden við ræðuhöld í gær. AFP/Alex Wong/Getty

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt mótmælendur í ríkinu Tennessee til að sýna stillingu eftir að fimm fyrrverandi lögreglumenn voru ákærðir fyrir að hafa myrt svartan mann í borginni Memphis 7. janúar.

Búist er við því að myndband af handtökunni sem leiddi til dauða Tyre Nichols, sem var 29 ára, verði birt í kvöld að staðartíma.

„Á sama tíma og Bandaríkjamenn syrgja þá sinnir dómsmálaráðuneytið rannsókn sinni og ríkisyfirvöld halda áfram með sína vinnu. Ég tek undir með fjölskyldu Tyre um friðsamleg mótmæli,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu.

Minningarathöfn var haldin í Memphis í gær vegna Tyre Nichols.
Minningarathöfn var haldin í Memphis í gær vegna Tyre Nichols. AFP/Scott Olson

Nichols var stöðvaður vegna ógætilegs aksturs, að sögn lögreglunar. í framhaldinu „réðst lögreglan að honum með ofbeldi þangað til hann varð óþekkjanlegur,“ sögðu lögmenn fjölskyldunnar, Ben Crump og Antonio Romanucci, í yfirlýsingu.

Lögreglumennirnir fimm, sem eru einnig svartir, voru reknir eftir að innanhússrannsókn leiddi í ljós að þeir hefðu beitt óþarflega miklu ofbeldi og ekki komið fórnarlambinu til hjálpar eftir árásina, sagði lögreglan.

Nichols var fluttur á sjúkrahús alvarlega meiddur og þar lést hann 10. janúar.

mbl.is