Tveir stungnir í Kaupmannahöfn

Frá Kaupmannahöfn. Tveir voru stungnir í árásinni.
Frá Kaupmannahöfn. Tveir voru stungnir í árásinni. mbl.is/Sigurður Bogi

Einn er alvarlega særður eftir stunguárás sem framin var í Kristjan­íu í Kaupmannahöfn, höfuðborg Danmerkur, í dag.

Lögreglan í Kaupmannahöfn greinir sjálf frá þessu.

Tveir voru stungnir í árásinni, en annar þeirra er lítið særður. Tveir hafa verið handteknir vegna málsins.

mbl.is