Ræstitæknir aðstoðaði við skurðaðgerð

Mynd úr safni. Sjúklingnum varð ekki meint af aðstoð ræstitæknisins.
Mynd úr safni. Sjúklingnum varð ekki meint af aðstoð ræstitæknisins. AFP

Skurðlæknir í Þýskalandi hefur verið rekinn eftir að upp komst að hann fékk ræstingartækni til að aðstoða sig við skurðaðgerð þar sem tá af manni var fjarlægð. Allgemeine Zeitung, staðardagblað í Mainz, segir frá. 

Aðgerðin umdeilda var framkvæmd árið 2020 en sjúklingnum varð ekki meint af aðstoð ræstitæknisins, jafnvel þótt viðkomandi hafi ekki haft neina reynslu af störfum við heilbrigðisþjónustu.

Hélt fætinum niðri

Norbert Pfeiffer, framkvæmdastjóri háskólasjúkrahússins í Mainz, segir að skurðlæknirinn hafi tekið ranga ákvörðun um að framkvæma aðgerðina þegar enginn hæfur starfsmaður gat aðstoðað hann við aðgerðina.

Sjúklingurinn hafi orðið órólegur og læknirinn þá beðið ræstitækninn um aðstoð við að halda fæti sjúklingsins niðri og rétta sér verkfæri.

Upp komst um aðgerðina þegar stjórnandi við sjúkrahúsið sá ræstitækninn með blóðuga grisjupúða í höndunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert