Lestarsamgöngur hefjast aftur – 275 látnir

Frá slysstaðnum á Indlandi.
Frá slysstaðnum á Indlandi. AFP/Punit Paranjpe

Lestarsamgöngur eru byrjaðar aftur á Indlandi eftir mannskæðasta lestarslys landsins í áratugi.

Að minnsta kosti 275 manns fórust og mörg hundruð slösuðust, en slysið varð á föstudaginn.

Til að byrja með var sagt að 288 hefðu farist en stjórnvöld í ríkinu Odisha færðu töluna síðar niður í 275 eftir að í ljós kom að einhver lík hefðu verið talin tvisvar sinnum fyrir mistök.

Af þeim 1.175 sem slösuðust eru 382 enn á spítala. Margir óttast að fjöldi látinna eigi eftir að aukast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert