Viðbrögð Ísraela „farið yfir strikið“

Ísraelskir hermenn í borginni Khan Yunis á suðurhluta Gasasvæðisins.
Ísraelskir hermenn í borginni Khan Yunis á suðurhluta Gasasvæðisins. AFP

Viðbrögð Ísraelshers á Gasasvæðinu við árásum Hamas 7. október hafa „farið yfir strikið” að sögn Joes Bidens Bandaríkjaforseta.

„Eins og þið vitið er ég á þeirri skoðun að viðbrögðin á Gasasvæðinu hafa farið yfir strikið,” sagði hann á blaðamannafundi í Hvíta húsinu.

„Fjöldi saklauss fólks er að svelta, margir saklausir einstaklingar eru í vanda og að deyja og þessu verður að linna,” sagði forsetinn.

Joe Biden í Hvíta húsinu.
Joe Biden í Hvíta húsinu. AFP/Mandel Ngan

Hann hefur lagt mikla áherslu á að mannúðaraðstoð berist á svæðið og hefur rætt við forseta Egyptalands um að hleypa fólki í gegnum landamærin.

Tæplega 30 þúsund drepnir

Að sögn heilbrigðisráðuneytisins á Gasasvæðinu sem Hamas-samtökin stjórna hafa að minnsta kosti 27.947 manns verið drepnir á svæðinu síðan stríðið hófst á milli Ísraela og Hamas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert