Ætlaði ekki að drepa forsætisráðherrann

Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu.
Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu. AFP

Juraj Cintula, maðurinn sem skaut slóvakíska forsætisráðherrann, Robert Fico, segir að ætlunarverk sitt hafi ekki verið að drepa forsætisráðherrann. Heldur hafi átti árásin að særa hann nógu mikið, svo hann gæti ekki haldið áfram starfi sínu sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar.  

Cintula var handtekinn og ákærður í tengslum við árásina fyrr í vikunni.   

Verði Cintula fundinn sekur þarf hann að sæta fangelsisvist í allt að 25 ár.

„Eins og Júdas gegn Evrópusambandinu"

Cintula er ósammála Fico á mörgum málasviðum, þá helst ákvörðun hans að hafa hætt að senda vopn til Úkraínu.

Cintula vill að Slóvakía veiti Úkraínu hernaðarstuðning. Þá segir hann að núverandi ríkisstjórn sé eins og Júdas gegn Evrópusambandinu.

Fico er umdeildur stjórnmálamaður og er gjarnan kallaður popúlisti. Þá er hann talinn vera stuðningsmaður Rússa ásamt því er hann sagður tengjast ítölsku mafíunni og gamla kommúnistaflokknum í Tékkóslóvakíu.

Fico hefur meðal annars lagt til að stjórnvöld í Úkraínu láti Rússa fá landsvæði sitt til að binda enda á stríðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert