Verður áfram forseti Litháens

Gitanas Nauseda, endurkjörinn forseti Litháens.
Gitanas Nauseda, endurkjörinn forseti Litháens. AFP

Gitanas Nauseda var í dag endurkjörinn forseti Litháens. Hafði hann betur gegn sitjandi forsætisráðherra, sem einnig var í framboði til forseta. Rússagrýlan var í brennidepli í kosningunum.

Þegar 80% kjörseðla höfðu verið talin var Nauseda með 76% atkvæða. Hann hafði því betur gegn Ingridu Simonyte forsætisráðherra en hún var einvígismaður Nauseda í seinni umferð kosninganna. Simonyte óskaði Nauseda til hamingju.

„[Kjósendur] hafa sýnt mér mikið traust og ég er meðvitaður um að ég verð að halda því á lofti,“ sagði hinn 60 ára Nauseda við blaðamenn í Vilníus.

„Nú þegar ég hef fimm ára reynslu tel ég að ég muni geta notað þennan gimstein á réttan hátt, fyrst og fremst til að ná fram markmiðum um velferð allra íbúa Litháens,“ bætti hann við.

Ingrida Simonyte forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi.
Ingrida Simonyte forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi. AFP

Varnarmál í brennidepli

Rússagrýlan hefur hangið yfir litháískum kjósendum í ár en Lit­há­en, sem áður var hluti af Sov­ét­ríkj­un­um, er meðal stærstu bak­hjarla Úkraínu og eyðir miklu í varn­ar­mál.

Eystra­salts­ríkið er með aðild að Atlants­hafs­banda­lag­inu og Evr­ópu­sam­band­inu. Í land­inu búa 2,8 millj­ón­ir manna og marg­ir ótt­ast að þeir verði næst­ir í röðinni ef Rúss­ar yf­ir­buga Úkraínu­menn í ólöglegu inn­rás­inni sem hef­ur nú staðið yfir í tvö ár.

Forseti Litháens stýrir varnar- og utanríkismálum, situr leiðtogafundi ESB og NATO en þarf að hafa samráð við ríkisstjórn og þing um skipun æðstu embættismanna. Þess vegna voru varnarmál í brennidepli.

Hernaðarút­gjöld eru nú 2,75 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu. Bú­ist er við því að rík­is­stjórn Simonyte komi með til­lög­ur inn­an fárra vikna til að hækka út­gjöld­in í 3 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu.

Lit­há­ar hyggj­ast nota féð í kaup á skriðdrek­um og loft­varn­ar­kerfi. Einnig vilja þeir nota það til að hýsa þýsk­ar her­sveit­ir en stjórn­völd í Berlín áforma að koma um 5.000 her­mönn­um fyr­ir í Lit­há­en fyr­ir árið 2027.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert