Foldaskóli verður safnskóli

Frá Hagaskóla.
Frá Hagaskóla. Friðrik Tryggvason

Grunnskólarnir Korpuskóli og Víkurskóli verða sameinaðir, líkt og Borgarskóli og Engjaskóli. Þá verður Foldaskóli safnskóli unglingadeilda í Húsaskóla og Hamraskóla. Undirbúningur fyrir síðastnefnda atriðið hefst skólaárið 2011-2012 en ákvarðanir verða teknar skólaárið 2012-2013.

Þetta kom fram í máli Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs, en unglingadeildirnar ná til 8., 9. og 10. bekkjar.

Sagði hún Húsaskóla og Hamraskóla mundu verða litla barnaskóla eftir breytinguna.

Þá er tillaga um sameiningu Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla. Yfirstjórnir skólanna verða sameinaðar og nemendum sem eru að hefja nám í unglingadeild boðið að velja um að ganga í Álftamýrarskóla eða Réttarholtsskóla.

Jafnframt verður Hagaskóli safnskóli unglingadeilda fyrir Melaskóla, Vesturbæjarskóla og Grandaskóla, þ.e. fyrir 7.-10. bekk í stað 8. til 10. bekk eins og nú er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert