Höftin hert til að liðka fyrir afnámi

Frumvarpinu er ætlað að draga úr sniðgönguáhættu af afnámi gjaldeyrishaftanna.
Frumvarpinu er ætlað að draga úr sniðgönguáhættu af afnámi gjaldeyrishaftanna. mbl.is/Golli

Frumvarpinu sem er til umfjöllunar í viðskipta- og efnahagsnefnd er ætlað að þrengja höftin í aðdraganda afnáms þeirra. Samkvæmt heimildum er tilgangurinn með þessu að stoppa upp í göt í tengslum við höftin til þess að undirbúa afnám hafta. Verið er að girða fyrir undanþágur og staga upp í göt.

Frétt mbl.is: Haftafrumvarp líklega afgreitt í nótt

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, staðfestir að markmið frumvarpsins sé að minnka sniðgönguáhættu vegna afnáms hafta. Frumvarpið kemur frá Seðlabankanum eins og aðrar breytingar sem lúta sömu markmiðum. Hann segir að í fyrramálið klukkan 10:30 muni samráðsnefnd um afnám hafta funda.

Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að eftir því sem höftin hafa varað lengur hafi myndin af virkni haftanna skýrst og hvaða atriðum þyrfti að huga að til að markmið þeirra væru uppfyllt. Þetta væri eitthvað sem hefði komið í ljós, en segir að hann geti ekki tjáð sig um einstök efnisatriði fyrr en eftir þingflokksfund. Efni frumvarpsins verður því kynnt í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert