Þurfa að greiða Milestone 5,2 milljarða

Karl Wernersson og Guðmundur Ólason í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar sakamálið ...
Karl Wernersson og Guðmundur Ólason í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar sakamálið var tekið þar fyrir árið 2014. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Karl og Steingrímur Wernerssynir og Guðmundur Ólason voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða vegna millifærslna sem voru gerðar á reikning Ingunnar Wernersdóttur, systur bræðranna, en með því létu þeir félagið fjármagna kaup sín á hlutafé Ingunnar í Milestone. Áður höfðu þremenningarnir hlotið fangelsisdóm vegna viðskiptanna.

Guðmundur var framkvæmdastjóri Milestone á þessum tíma sem greiðslurnar voru inntar af hendi og færðar í bókhald og var með prókúru fyrir félagið. Bræðurnir voru aftur á móti eigendur þess. Segir í dómnum að þeir hafi því allir samkvæmt stöðum sínum hjá félaginu getað bakað sér bótaábyrgð.

Dómur héraðsdóms í heild sinni

Í dómi héraðsdóms segir að bræðurnir hafi með viðskiptunum ekki leitast við að tryggja hagsmuni félagsins heldur til að afla þeim ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað félagsins.

Steingrímur Wernersson var auk þeirra Karls og Guðmundar einnig dæmdur ...
Steingrímur Wernersson var auk þeirra Karls og Guðmundar einnig dæmdur til að greiða kröfuna. Rósa Braga

„Aðilar máls þessa hafa ekki fært sönnur á að atvik hafi verið önnur en hér er lýst. Í þessu ljósi verður að leggja til grundvallar að Milestone ehf. hafi með framangreindum ráðstöfunum verið látið greiða kaupverð hlutabréfanna samkvæmt samningunum 4. desember 2005, sem hafi við kaupin orðið eign stefndu Karls og Steingríms, án þess að leitast væri við að tryggja þá augljósu hagsmuni félagsins að það fengi fjármunina greidda til baka eða að öðrum kosti eitthvert endurgjald er svaraði kaupverðinu. Breytir engu í því sambandi þó að reynt hafi verið að láta Milestone Import Export Ltd., er laut yfirráðum stefndu Karls og Steingríms, taka á sig skyldu til að greiða Milestone ehf. þessa fjármuni til baka, enda gat krafa Milestone ehf. á hendur því félagi í raun ekki verið neins virði. Þessar ráðstafanir voru bersýnilega til þess fallnar að afla hluthöfum Milestone ehf., stefndu Karli og Steingrími, ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað félagsins, auk þess að fela í sér misnotkun á aðstöðu innan félagsins í viðskiptum með hluti í því og öðrum félögum innan sömu samstæðu,“ segir í dómi héraðsdóms.

Tekið er fyrir það að greiðslurnar hafi verið lán til Ingunnar, heldur hafi verið að efna kaupsamning um hlutabréf Milestone og dótturfélaga þess.

Ingunn var einnig kærð í málinu af þrotabúinu, en héraðsdómur sýknaði hana af öllum kröfum um bótaskyldu.

mbl.is

Innlent »

Helga landaði laxi með glæsibrag

09:45 Reykvíkingur ársins 2019 er Helga Steffensen, sem hefur skemmt yngstu kynslóðinni í 40 ár með Brúðubílnum, og hún fékk því fyrst allra að renna fyrir lax í Elliðaánum í morgun. Þrátt fyrir hæga byrjun á laxveiðisumrinu átti hún ekki í vandræðum með að krækja í fisk. Meira »

Skoða hvort Vigdís hafi lagt í einelti

09:16 Eineltis- og áreitnisteymi Ráðhúss Reykjavíkurborgar rannsakar kvartanir skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, vegna framgöngu Vigdísar Hauksdóttur fulltrúa Miðflokksins í borginni. Tæplega 100 blaðsíðna erindi þess efnis barst Vigdísi með ábyrgðarpósti í gærkvöldi. Meira »

Þurrkurinn í júní mun ekki slá metið frá 1971

07:57 Svo bar til að það rigndi í Reykjavík síðdegis í gær. Ekki var það nú mikið því 0,2 millimetrar mældust í sjálfvirka mælinum við Veðurstofu Íslands þegar lesið var af honum klukkan 16 í gærdag. Meira »

Birgjar neita að koma með vörur

07:57 Ljóst er að kaupmenn í miðbænum hafa ekki farið varhluta af tíðum framkvæmdum þar og dæmi eru um að birgir hreinlega neiti að keyra vörur í verslun sökum erfiðs aðgengis. Meira »

Lúsmý spýtir ensími í stungurnar

07:37 Í stillum og hlýju veðri eins og verið hefur undanfarið getur lúsmýið flogið út um allt. Það hefur dreift sér víða í sumarbústaði og heimahús í sveitum og bítur á nóttunni,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands. Meira »

Farnar að éta og hreyfa sig

07:25 Litla-Grá og Litla-Hvít fóru fljótlega að hreyfa sig og éta eftir komuna í laugina í Vestmannaeyjum í nótt. Þær fara síðar í griðasvæði í Klettsvík sem er hið fyrsta í heiminum sem er sérhannað fyrir mjaldra. Meira »

Þinglok væntanlega á morgun

07:10 Þingfundur stóð yfir til klukkan 1:44 í nótt og hefst að nýju klukkan 10. Samið hefur verið um að þinglok verði væntanlega á morgun. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í dag er þingsályktunartillaga forsætisráðherra um frestun á fundum Alþingis til 28. ágúst. Meira »

Sést til sólar milli skýjanna

06:52 Útlit er fyrir svipað veður á landinu í dag og var í gær. Búast má við norðanátt, ekki er hún hvöss, heldur víða á bilinu 3-8 m/s. Eitthvað gæti sést til sólar milli skýjanna. Hitinn verður frá 5 stigum með norðurströndinni upp í 15 stig á Suðurlandi þegar best lætur. Meira »

Útgjöld ríkissjóðs aukin

05:30 Ekki er gert ráð fyrir afgangi af rekstri ríkissjóðs næstu tvö árin, samkvæmt breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar á þingsályktunartillögu fjármálaráðherra um fjármálaáætlun fyrir næstu fjögur ár. Meira »

Lokaverkefni við HÍ á íslensku táknmáli

05:30 Eyrún Ólafsdóttir skilaði meistaraprófsverkefni sínu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands á íslensku táknmáli og varð þar með fyrst nemenda til þess, en hún brautskráist á laugardag. Meira »

Meta áhrif þess að afnema skerðingar

05:30 Fela á félags- og barnamálaráðherra að láta gera úttekt á fjárhagslegum áhrifum þess fyrir ríkissjóð að afnema skerðingar ellilífeyris almannatrygginga vegna tekna af atvinnu verði þingsályktunartillaga velferðarnefndar Alþingis samþykkt. Meira »

Fleiri hafa sótt um hæli í ár

05:30 Fleiri hælisleitendur hafa sótt um alþjóðlega vernd það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum Útlendingastofnunar. Þar kemur fram að 322 einstaklingar hafi sótt um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir lok maí, sem er meiri fjöldi en á sama tíma í fyrra, þegar talan var alls 235. Meira »

Fyrsta mótið í krossgátum

05:30 Í tilefni af útgáfu bókarinnar Krossgátur, veglegrar bókar sem inniheldur 50 krossgátur af síðum Morgunblaðsins, verður haldið meistaramót í krossgátum í Hádegismóum í dag, fimmtudag, klukkan 17. Meira »

Grillin fóru á góða staði hjá áskrifendum

05:30 Grillin sem fimm áskrifendur Morgunblaðsins fengu í gær eftir útdrátt í áskrifendahappdrætti Morgunblaðsins komu sér vel.  Meira »

Segir Willum fara með rangt mál

Í gær, 23:44 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Sam­fylk­ing­ar og nefnd­armaður í fjár­laga­nefnd, seg­ir í færslu á Face­book-síðu sinni að það hafi verið ótrúlegt að hlusta á formann fjárlaganefndar fara með rangt mál og ósannindi þegar hann sagði að trúnaður hefði verið á breytingartillögum ríkisstjórnarinnar á fjármálaáætlun. Meira »

Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim

Í gær, 23:14 Löngu og ströngu ferðalagi mjaldrasystranna Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar lauk nú á ellefta tímanum þegar þær komu til Vestmannaeyja með Herjólfi. Ferðalagið tók alls um 19 klukkustundir og systurnar voru farnar að sýna þreytumerki við komuna til Eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar. Meira »

Allt gert fyrir Litlu-Grá og Litlu -Hvít

Í gær, 21:37 Áhöfn og farþegar í Herjólfi bíða nú þolinmóðir eftir flutningabílunum tveimur sem flytja mjaldrasysturnar sem komu til landsins í dag eftir langt og strangt flug frá Sjanghæ. Meira »

Smíðar eru ekki fjarlægar guðspjöllum

Í gær, 21:24 Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík undanfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á dögunum. Meira »

Hvað er íslenskt og hvað ekki?

Í gær, 20:16 Framleiðendur lopapeysa á Íslandi eru ekki ánægðir með aukna framleiðslu lopapeysa í Kína sem seldar eru undir þeim formerkjum að vera íslenskar. Þó að notuð sé íslensk ull til framleiðslunnar þar eystra þykir handbragðið sjálft ekki vera það sama. Meira »
Vatnsaflstúrbínur -Rafalar-Lokar
Útvegum allar stærðir af túrbínum rafölum og lokum fyrir virkjanir. Holt Véla...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station
Volvo XC V70 til sölu Volvo V70 station. Árg. 2000. Mjög góður bíll. Vel viðhald...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...