Málsskjöl til Hæstaréttar á næstu dögum

Guðmundur Einarsson (t.v.) og Geirfinnur Einarsson.
Guðmundur Einarsson (t.v.) og Geirfinnur Einarsson. mbl.is

Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, mun skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar á næstu dögum. Ágripið er í raun öll skjöl málsins sem leggja þarf fyrir Hæstarétt og telur því um 20 þúsund blaðsíður.

Davíð Þór Björgvinsson settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálum.
Davíð Þór Björgvinsson settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Í kjölfar þess fær Davíð Þór sem og allir verjendur sakborninga í málinu frest til að skila sínum greinargerðum. Að því loknu ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að setja málið á dagskrá réttarins. Ljóst þykir að það mun þó ekki verða fyrr en á næsta ári.

„Ágripið er svo til tilbúið og ég vona að ég geti farið með það til Hæstaréttar í næstu viku,“ segir Davíð Þór í samtali við mbl.is. „Þetta mjakast áfram.“

Í greinargerðinni mun Davíð Þór setja fram sína kröfugerð í málinu með rökstuðningi. Hann segir þá vinnu nú senn fyrir höndum og að ekki sé tímabært að upplýsa hver hans nálgun verður í því sambandi. 

Óvíst hvernig Hæstiréttur mun taka á endurupptöku

Í apríl sagði Davíð Þór í samtali við mbl.is að í grein­ar­gerðinni myndi hann taka af­stöðu til þess hvaða kröf­ur hann myndi gera. „Einn mögu­leik­inn er sá að krefjast þess að sak­fell­ing­arn­ar standi, eða eft­ir at­vik­um að fallið verði frá viðkom­andi ákæru­liðum eða ég fall­ist á sýknu­kröfu sem gera má ráð fyr­ir að beiðend­ur muni setja fram,“ sagði Davíð Þór í apríl. „Þá get­ur þurft að taka af­stöðu til álita­efnda sem vakna vegna stöðu end­urupp­töku­nefnd­ar sem stjórn­sýslu­nefnd­ar og hvort og í hvaða skiln­ingi Hæstirétt­ur er bund­inn af niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar.“

Hann sagði í samtali við mbl.is í morgun að enn væri alls óvíst hvernig Hæstiréttur tæki á málinu. Sú ákvörðun verði tekin út frá þeim kröfugerðum sem lagðar verða fram. „Það er ekki tímabært að velta því mikið fyrir sér.“

Davíð segir að líklega séu allir sammála um það að taka þurfi málið sem fyrst fyrir á nýju ári. „En engu að síður þegar mál eru svona stór og umfangsmikil er oft erfitt að flýta sér og ekki endilega æskilegt. [...] Þetta gengur allt á eðlilegum hraða miðað við umfangið,“ segir hann um feril málsins.

Fallist á endurupptöku í málum fimm manna

Guðmund­ur og Geirfinn­ur Ein­ars­syn­ir hurfu spor­laust árið 1974. Endurupptökunefnd féllst í febrúar á endurupptökubeiðnir er varða fimm menn sem sakfelldir voru í tengslum við mannshvarfsmálin tvö. Verjendur fimmmenninganna sem um ræðir eru: Guðjón Ólafur Jónsson hrl. (Albert Klahn Skaftason), Ragnar Aðalsteinsson hrl. (Guðjón Skarphéðinsson), Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. (Kristján Viðar Júlíusson, áður Kristján Viðar Viðarsson) Jón Magnússon hrl. (Tryggvi Rúnar Leifsson) og Unnar Steinn Bjarndal hrl. (Sævar Marinó Ciesielski).

Áfrýjunarefndin féllst ekki á endurupptöku sjötta sakborningsins, Erlu Bolladóttur.

Með niðurstöðu um endurupptöku er málið núna lögum samkvæmt á þeim stað eins og áfrýjunarstefna hafi verið gefin út eftir dóm undirréttar, þ.e. Sakadóms Reykjavíkur 19. desember 1977. Þar voru þeir Sævar og Kristján Viðar dæmdir í ævilangt fangelsi, sem var fáheyrt.

Endurupptakan snýst um að endurtaka beri meðferð málsins fyrir Hæstarétti, að svo miklu leyti sem Hæstiréttur sér ekki annmarka á því.

Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu 22. febrúar 1980 og mildaði dóma Sakadóms Reykjavíkur. Þar hlaut Sævar 17 ára fangelsi og Kristján Viðar hlaut 16 ára fangelsi.

mbl.is

Innlent »

Líf verður oddviti Vinstri grænna

21:14 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður oddviti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira »

Þarf að greiða 27 milljónir

20:50 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem Þörungaverksmiðjan hf. þarf að greiða Þorgeiri og Ellert hf. tæpar 27 milljónir króna. Þá ber Þörungaverksmiðjunni að greiða samtals 13 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Meira »

Sara Dögg leiðir Garðabæjarlistann

20:08 Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og leiðir listann sem býður fram í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Urðum fljótt að taka miðann niður

20:00 „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Dýri dyravörður er draumur

19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »

VÍS þarf að greiða 5,7 milljónir í bætur

19:35 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vátryggingafélag Íslands greiði karlmanni rúmar 5,7 milljónir króna með vöxtum í bætur. Meira »

Boltinn virkaði eins og stækkunargler

18:27 „Þetta virkar eins og stækkunargler. Það eru þessi speglunaráhrif sem verða af því að vökvinn sem er inni í boltanum virkar eins og stækkunargler, segir Herdís Storgaard, forvarnafulltrúi Sjóvár. Meira »

Verktakalæknar fá 220 þúsund á dag

19:27 Heilbrigðisstofnanir úti á landi þurfa sumar að keppast við að ráða svokallaða verktakalækna og greiða þeim allt að 220 þúsund krónur á dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Meira »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Vertu úti

17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá eru í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

Spyr um viðbrögð við umskurðarfrumvarpi

16:22 „Hafa ísraelsk stjórnvöld sett sig í samband við utanríkisráðuneytið vegna frumvarps um að gera umskurð drengja refsiverðan samkvæmt hegningarlögum? Ef svo er, hver voru skilaboð ísraelskra stjórnvalda?“ Meira »
Ukulele
...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
BÆKUR TIL SÖLU
Bækur til sölu Stjórnartíðindi 1885-2000, 130 bækur, Almanak Þjóðvinafélags-ins ...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
 
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...