Engin gögn enn borist frá kjararáði

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Fjármálaráðuneytið og Þjóðskjalasafnið greinir á um hvorri stofnuninni beri að taka til greina beiðni um aðgang að fundargerðum kjararáðs. Ráðuneytið bendir á Þjóðskjalasafn en samkvæmt upplýsingum frá safninu hafa engin gögn borist frá skrifstofustjóra ráðsins, sem enn er við störf og hefur það hlutverk að ganga frá skjalasafni.

Skrifstofustjóri kjararáðs er enn fullt starf þótt ráðið hafi verið lagt niður 1. júlí eftir að lög þess efnis voru samþykkt í lok maí, stuttu fyrir þinglok. Enginn svarar þó símanum á skrifstofu ráðsins og við skriflegri fyrirspurn mbl.is berst sjálfvirkt svar um að ráðið starfi ekki lengur.

Benda hvor á aðra

Mbl.is sendi fjármálaráðuneyti bréf 10. júlí og óskaði eftir öllum fundargerðum kjararáðs frá 2006 til þess er ráðið var lagt niður, fyrr á þessu ári.

Beiðnin var áframsend til Þjóðskjalasafns en í pósti frá lögfræðingi ráðuneytisins segir að umbeðin gögn séu ekki í vörslu ráðuneytisins heldur „starfsmanns [kjararáðs] sem sér um frágang gagnanna“ og að ekki sé unnt að senda beiðni samkvæmt upplýsingalögum til þess starfsmanns þar sem „starfssvið hans takmarkast við að ganga frá gögnum ráðsins, þ.á m. að afhenda skjöl til Þjóðskjalasafns samkvæmt lagaskyldu.“ 

Í skriflegu svari skjalavarðar við fyrirspurn mbl.is í gær um hvort gögnin séu komin segir skjalavörður hins vegar að svo sé ekki og að engar viðræður séu hafnar milli Þjóðskjalasafns og fjármálaráðuneytisins um afhendingu gagnanna. Þá á skjalavörður ekki von á að gögnin berist „á allra næstu vikum eða mánuðum“. Bendir hann aftur á ráðuneytið enda sé það „þeirra sem hafa gögnin undir höndum [...] að taka efnislega afstöðu til aðgangs að þeim en ekki þess aðila sem skv. lögum mun taka við þeim einhvern tímann í náinni framtíð“.

Þjóðskjalasafn Íslands hefur engin gögn fengið frá kjararáði þótt sjö ...
Þjóðskjalasafn Íslands hefur engin gögn fengið frá kjararáði þótt sjö vikur séu frá því ráðið var lagt niður. mbl.is/Ómar Óskarsson

48 umsóknir á einu bretti

Síðasta verk kjararáðs var að úrskurða um launahækkanir 48 forstjóra ríkisstofnana, en með því afgreiddi ráðið allar uppsafnaðar beiðnir um endurmat launa sem ráðinu höfðu borist árin 2016 og 2017. 

Á heimasíðu kjararáðs má finna yfirlit yfir alla úrskurði ráðsins frá því það var sett á laggirnar 2006. Ef frá er talinn síðasti úrskurður ráðsins, hefur kjararáð fjallað með sérstökum hætti um hverja beiðni sem því hefur borist um endurmat launa. Úrskurðum hefur fylgt rökstuðningur fyrir launabreytingum þar sem tíundaðar eru breytingar sem orðið hafa á eðli starfsins sem um ræðir, álagi og launaþróun samanburðarstarfa. Þá er föst regla að ráðið leiti umsagnar þess ráðuneytis sem umræddur ríkisforstjóri heyrir undir.

Athygli vekur að ekkert af þessu er að finna í síðasta úrskurði ráðsins, sem dagsettur er 14. júní 2018 en birtist á heimasíðu þess í byrjun júlí, nokkrum dögum eftir að ráðið var lagt niður. Þar er, sem fyrr segir, úrskurðað um laun 48 ríkisforstjóra á einu bretti. Þess er þó getið að viðeigandi ráðuneytum hafi verið gefinn kostur á að senda inn umsagnir, án þess að greint sé frá því hvort og þá hvers eðlis þær voru.

mbl.is

Innlent »

Landsréttur hafnaði kröfum þingmanna

21:05 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi vegna Klausturmálsins. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru Halldórsdóttur, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Heldur sögunni til haga

21:00 Tvær heimildarmyndir eftir Martein Sigurgeirsson voru frumsýndar fyrir skömmu. Önnur er um Skólahljómsveit Kópavogs og hin um sögu landsmóta Ungmennafélags Íslands á Suðurlandi sem fram hafa farið þar frá 1940. Meira »

Að þora að tala um tilfinningar

20:30 Samskipti barna og unglinga fara mikið fram í textaformi og með tjáknum eða myndum. Á námskeiði hjá Lovísu Maríu Emilsdóttur og Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur æfa krakkar sig meðal annars í því að gera eitthvað saman án þess að það sé tæki á milli þeirra, sími, ipad eða tölva. Meira »

Eyða æfingasprengju á Ísafirði

20:27 „Þetta er sennilega æfingasprengja frá seinna stríði,“ segir Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands í samtali við mbl.is, en hann er að störfum á Ísafirði þar sem tilkynnt var um torkennilegan hlut sem fannst í grunni húss við Þvergötu. Meira »

Rannsaka óþekktan hlut á Ísafirði

19:20 Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslu Íslands hafa verið kallaðir til Ísafjarðar, eftir að húsráðandi þar í bæ tilkynnti lögreglu um óþekktan hlut sem hann fann við framkvæmdir í húsnæði sínu. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju er að ræða eður ei, segir húsráðandi við mbl.is. Meira »

Fimmtíu íbúðir afhentar í lok febrúar

18:36 Verið er að leggja lokahönd á fimmtíu íbúðir í Bríetartúni 9-11 og til stendur að afhenda þær í lok febrúar. Meðalverð íbúðanna í byggingunum er 64 milljónir. Meira »

Mynduðu ökumenn við Reykjanesbraut

18:27 Lögregla myndaði í dag brot 31 ökumanns á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, en lögregla fylgdist með ökutækjum sem óku Reykjanesbraut í norðurátt, til móts við Brunnhóla. Meira »

Sektaður vegna vændiskaupa

18:15 Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Vesturlandi var sektaður um 100.000 kr. í nóvember síðastliðnum vegna vændiskaupa. Þá hafði hann þegar beðist lausnar frá störfum sínum, en það gerði hann 1. júlí í fyrra. Frá þessu er greint á vef RÚV. Meira »

Bónorð í beinni á HM (myndskeið)

18:00 Skemmtilegt augnablik átti sér stað fyrir leik Íslands og Japans á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag þegar allra augu í stúkunni beindust að bónorði sem fram fór í beinni í Ólympíuhöllinni í München. Meira »

Heilbrigðisstefna samþykkt í ríkisstjórn

17:35 Þingsályktunartillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 var til umfjöllunar í ríkisstjórn í gær og samþykkt var að senda hana til þingflokka. Að lokinni umfjöllun í þingflokkum verður tillagan lögð fyrir Alþingi þar sem ráðherra mælir fyrir henni. Meira »

Bilunin hjá RB hefur verið löguð

17:31 Bilun sem kom upp í búnaði hjá Reiknistofu bankanna í nótt, og gerði það að verkum að ekki var hægt að sjá hreyfingar í netbanka Íslandsbanka og Landsbanka, hefur verið leyst og búið er að uppfæra yfirlit í netbönkum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Bandarískir hermenn létust í Sýrlandi

16:41 Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal þeirra sextán sem eru látnir eftir sprengjuárás í norðurhluta Sýrlands í dag, nánar tiltekið í bænum Manjib. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meira »

Tryggi hlutastörf fólks með skerta starfsgetu

16:10 Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram á vef Öryrkjabandalagsins. Meira »

Sáttmálinn gildi óháð stöðu barna

16:10 UNICEF á Íslandi áréttar að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gildir um öll börn innan landamæra Íslands, óháð lagalegri stöðu þeirra. Fyrir héraðsdómi verður tekist á um úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa skuli nítján mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar úr landi. Meira »

Ástin, Fíasól og Þjáningarfrelsið best

15:55 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. Verðlaunaðar voru bækurnar Ástin, Texas; Fíasól gefst aldrei upp og Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla. Meira »

Fjöldi erlendra ríkisborgara 44.276

15:32 Fjöldi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi var alls 44.276 1. janúar samkvæmt fréttatilkynningu frá Þjóðskrá og hafði þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017. Meira »

Greinir á um leiðréttingu

14:50 Tryggingastofnun hefur reiknað örorkulífeyri til þeirra sem hafa verið búsettir erlendis hluta ævinnar rangt í lengri tíma, en Öryrkjabandalag Íslands og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort fyrningarfrestur skuli vera á kröfum þeirra sem hafa fengið greiðslur sínar frá Tryggingastofnun skertar. Meira »

Erfitt á meðan úrræða er beðið

14:33 „Það er staðreynd að við munum ekki ráða við fyrirkomulagið til lengdar ætlum við að halda áfram að setja fjármuni í uppbyggingu á kerfinu eins og það er,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Meira »

Stunguárás í Fjölsmiðjunni

14:32 Unglingspiltur var handtekinn vegna líkamsárásar en hann réðst með eggvopni á nema við Fjölsmiðjuna í Kópavogi í hádeginu. Lögreglan í Kópavogi segir málið í rannsókn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Meira »
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Sjónvarpsskeinkur úr eik
Til sölu vel með farinn sjónvarpsskeinkur úr eik. L:240, D:58, H:53 Verð 20 þús....
4ra herbergja íbúð til leigu á Dunhaga
4ra herbergja íbúð til leigu á Dunhaga 17 við Háskólabíó. Upplýsingar í síma 892...