Styrkurinn lægri en til annarra hátíða

Þórdís Lóa segir hátíðinna mikilvægt kennileyti, bæði fyrir ferðaþjónustu og ...
Þórdís Lóa segir hátíðinna mikilvægt kennileyti, bæði fyrir ferðaþjónustu og menningar- og tónlistarlíf borgarinnar, í júnímánuði. mbl.is/Árni Sæberg

Styrkur sem tónlistarhátíðin Secret Solstice fær upp í skuld sína hjá Reykjavíkurborg er talsvert lægri en sambærilegar hátíðir fá frá borginni. Þetta segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkur, í samtali við mbl.is.

Reykjavíkurborg og rekstraraðilar Secret Solstice skrifuðu undir samning nú í lok vikunnar, sem meðal annars kveður á um 8 milljóna króna styrk frá borginni sem gengur upp í 19 milljóna króna skuld fyrri rekstraraðila við borgina.

Aðspurð hvort um eðlilegt verklag sé að ræða segir Þórdís Lóa að svona hafi verið unnið áður í nokkrum málum sem upp hafa komið. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tónlistarhátíð á í erfiðleikum. Við látum styrkinn ganga upp í skuldina, styrk sem hátíðin hefði hvort eð er fengið og er reyndar mun lægri en aðrar hátíðir fá frá borginni.“

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um nokkurt skeið var óljóst hvort leyfi fengist fyrir hátíðinni hjá Reykjavíkurborg, en Þórdís Lóa segir að eftir langar samningaviðræður sé það metið sem svo að nýir rekstraraðilar Secret Solstice geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart borginni.

Hátíðin mikilvægt kennileyti í júnímánuði

„Við gengum úr skugga um það,“ segir Þórdís Lóa. Hátíðin sé mikilvægt kennileyti, bæði fyrir ferðaþjónustu og menningar- og tónlistarlíf borgarinnar, í júnímánuði og vinsæl hjá stærstum hluta Reykvíkinga. 

Þá segir Þórdís Lóa tónlistarhátíðina ekki falla undir innkaupareglur borgarinnar, þar sem kveðið er á um að fjárhagsstaða fyrirtækis skuli vera það trygg að það geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart kaupanda. „Þetta er bara samningur við tónleikahaldara eins og gert er við Hinsegindaga, Airwaves og fleiri menningarviðburði. Borgin er ekki að kaupa neina þjónustu heldur eru rekstraraðilar að fá leyfi borgarinnar tl að starfa í borgarlandinu.“

En hátíðin virðist ekki einungis eiga í skuld við Reykjavíkurborg, heldur hafa listamenn stigið fram og sagst ekki hafa fengið greitt fyrir framkomu sína á hátíðinni. Þórdís Lóa segir borgina ekki geta borið ábyrgð á þriðja aðila. Þrátt fyrir það sé málið litið alvarlegum augum og borginni sé umhugað um góða viðskiptahætti.

Borgin úrskurði ekki um meint kennitöluflakk

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var því haldið fram að forsvarsfólk nýs og gamals rekstrarfélags tónlistarhátíðarinnar væri tengt fjölskylduböndum, auk þess sem talsmenn íbúahóps Laugardals hafa sagt um að ræða sömu hátíð með sömu heimasíðu, sama svæði, sömu starfsmenn og útistandandi skuldir.

Aðspurð hvort um geti verið að ræða kennitöluflakk segist Þórdís Lóa ekki geta sagt til um það, enda sé Reykjavíkurborg ekkert úrskurðarvald í slíkum málum. „Við búum í borg þar sem viðskipti ganga stundum vel og stundum ver. Borgin sker ekki úr um þetta, en við erum að styrkja böndin við rekstraraðila og leggjum áherslu á að viðhafðir séu góðir viðskiptahættir.“

Þetta árið leggi borgin auk þess aukna áherslu á öryggismál, forvarnir og umhirðu.

mbl.is

Innlent »

Sandfokið ekkert annað en hamfarir

21:52 „Þetta eru ekkert annað en náttúruhamfarir sem geisað hafa í V-Skaftafellssýslu marga daga frá í vor,“ skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook þar sem hann lýsir miklu sandfoki á ferð hans austur í Skaftafell í dag. Meira »

700 á biðlista eftir íbúðum í Gufunesi

21:10 Um sjö hundruð manns eru á biðlista eftir 120 íbúðum í Gufunesi. Níu lóðarvilyrði hjá Reykjavíkurborg eru með ströngum kvöðum til að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaupendur. Meira »

Stærsti samningur í sögu Kolviðar

20:58 Bláa lónið hefur samið við Kolvið um að kolefnisjafna rekstur fyrirtækisins frá og með árinu 2019, en markmiðið er að binda kolefni sem fellur til vegna allrar starfsemi Bláa lónsins og er um að ræða stærsta samning sem Kolviður hefur gert við nokkurt fyrirtæki á Íslandi fram til þessa. Meira »

Fyrstu keppendur lagðir af stað

20:37 „Þau hjóla saman um 6 kílómetra en svo er hraðinn gefinn frjáls og þá teygist úr hópnum,“ segir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, en keppendur í einstaklingskeppni og Hjólakrafti lögðu af stað í hringinn í kringum landið fyrr í kvöld. Meira »

Hvílir sig fyrir þungan róður

20:32 „Þegar heilsan er orðin góð og veðrið er gott, þá er ég farin,“ segir kaj­akræðar­inn Veiga Grétarsdóttir sem rær um þessar mundir rangsælis í kringum landið. Veiga er búin að ljúka um þriðjungi leiðarinnar en er nú komin til Reykjavíkur þar sem hún hyggst hvíla sig um stund í kjölfar veikinda. Meira »

Ómetanlegur tónlistararfur brann

20:00 Fyrir ellefu árum kom upp eldur á lóð Universal-risans í Hollywood. Í stóru vöruhúsi voru geymdar frumupptökur með mörgum helstu tónlistarmönnum 20. aldarinnar. Sumar munu aldrei heyrast aftur. Upptökur með Elton John, Billie Holiday, Ellu Fitzgerald, Nirvana, Guns N' Roses og Louis Armstrong. Meira »

Fátækara samfélag án Íslendinga

20:00 Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik, fer ekki í neinar grafgötur með dálæti sitt á Íslendingum með víkingaeðli sem hann segir hreina lyftistöng fyrir atvinnulíf staðarins, en auk þess ræddi hann aukna fíkniefnaneyslu og deildi sýn sinni á löggæslumál með mbl.is. Meira »

Ísjakinn ógn við skemmtiferðaskip

19:21 Borgarísjaka undan Vestfjörðum rekur enn að landi innan um hafís, frosinn sjó. Samkvæmt athugunum jarðvísindamanna við Háskóla Íslands er ísjakinn nú um 28 sjómílum norðvestan af Horni á Hornströndum. Hafísinn, sem umkringir jakann, rekur nú austur. Meira »

Nýr forstjóri segir stöðuna mjög þrönga

18:58 Nýr forseti Íslandspósts kveðst jákvæður gagnvart skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og segir hana munu koma sér vel við endurskipulagningu fyrirtækisins. Í skýrslunni segir meðal annars að stjórnendur hafi brugðist of hægt við breytingum á markaði. Meira »

Miðlar 40 ára reynslu

18:34 Námskeið þar sem Einar Kárason rithöfundur miðlar reynslu sinni af því hvernig skrifa eigi bók, opnaði fyrir skráningu í gær. Námskeiðið, sem fyrirtækið Frami býður upp á, fer fram á netinu og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Meira »

Segir stjórn LV starfa samkvæmt lögum

18:00 „Eitt að því sem þessi stjórn hefur lagt áherslu á er að auka gagnsæi í öllum sínum störfum, svo sem við í skipun í stjórnir hlutafélaga. Hún hefur einnig innleitt kröfu um siðferðisleg viðmið við allar sínar fjárfestingar,“ segir Ína Björk Hannesdóttir, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Meira »

Ætlar að sjá hvert námið leiðir sig

17:58 Hugi Kjartansson var semidúx við brautskráningu frá Menntaskólanum við Hamrahlíð um síðustu áramót. Söngur og tónlist hefur alltaf skipað stóran sess í lífi hans og er hann til að mynda nýlega kominn heim frá New York þar sem hann söng með Björk Guðmundsdóttur söngkonu. Meira »

Greiddu atkvæði með fullri aðild Rússa

17:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna voru á meðal 118 þingmanna frá ríkjum Evrópu sem samþykktu í dag að veita Rússum fulla aðild að Evrópuráðinu á ný. Meira »

Míla braut ekki gegn Gagnaveitunni

16:48 Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur fellt úr gildi hluta ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar í máli Gagnaveitu Reykjavíkur gegn Mílu. Meira »

Ákærður fyrir gróf brot gegn syni sínum

16:34 Karlmaður hefur verið ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn syni sínum, sem áttu sér stað á heimilum ákærða á árunum 1996-2003, er sonur hans var 4-11 ára gamall. Málið var þingfest í morgun. Meira »

Vildi bætur en var sjálfur grunaður

16:12 Tryggingamiðstöðin var í gær sýknuð af bótakröfu vegna eldsvoða á gistiheimili á Vesturlandi í janúar 2016, en eigandi gistiheimilisins var grunaður um að hafa sjálfur orðið valdur að upptökum eldsins. Meira »

„Engin skylda að vera heiðursfélagi“

15:51 Lögmannafélag Íslands mun verða við þeirri ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um að hann verði tekinn af lista yfir heiðursfélaga í Lögmannafélaginu. Þetta staðfestir Berglind Svavarsdóttir, formaður félagsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Mótmæla aukinni skattheimtu

15:46 Samtök iðnaðarins mótmæla þeim tillögum Embættis landlæknis að auka skattheimtu á sykraða og ósykraða gosdrykki auk sælgætis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Meira »

Gæti þurft frekari fyrirgreiðslu ríkis

15:36 Að mati ríkisendurskoðanda er ekki öruggt að Íslandspóstur muni ekki þurfa á frekari fyrirgreiðslu ríkisins að halda á næsta á ári, þrátt fyrir að hækkun burðargjalda og viðbótargjald vegna erlendra sendinga muni rétta rekstur fyrirtækisins af, um tíma hið minnsta. Meira »
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Sumarhús í Hvalfirði 55 km frá Reykjavík
Til leigu vel útbúin 2-4 manna sumarhús með heitum potti og gasgrilli. Frábært ú...
Fornbíll til sölu..
Einstakur, glæsilegur, árg. 1950, MB 170, kolsvartur, pluss innan, 4urra gíra, 5...