Rýma heimili í Njarðvík vegna sprengiefnis

Rýma á svæðið fyrir klukkan 16.
Rýma á svæðið fyrir klukkan 16. mbl.is/Eggert

Lögreglan á Suðurnesjum mun grípa til rýmingaraðgerða í Njarðvík klukkan fjögur í dag vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði í námunda við íbúðahverfi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að gripið sé til aðgerðanna til að tryggja öryggi íbúa.

Íbúar við Bakkastíg 10, 12, 12a og 12b, og Þórustíg 9-13, 15-18, og 20-28 eru beðnir um að yfirgefa heimili sín fyrir klukkan 16 í dag. Þá eru aðrir íbúar í innan við 400 metra fjarlægð frá svæðinu beðnir um að halda sig innandyra þar til frekari fyrirmæli berast frá lögreglu. Á það við um íbúa þess svæðis sem afmarkast af Njarðarbraut, Krossmóum og Borgarvegi.

Kort af innri og ytri lokun rýmingarsvæðisins.
Kort af innri og ytri lokun rýmingarsvæðisins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert