Fyrsta flugvélin fer 7:25

mbl.is/Eggert

Þremur flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst og einhverjar seinkanir eru en fyrstu flugvélarnar sem fara frá vellinum eiga að fara í loftið klukkan 7:35 til Parísar og Stokkhólms.

Flugi Czech Airlines til Kaupmannahafnar sem átti að fara í loftið klukkan 4:25 var aflýst og eins flugferðum Icelandair til Frankfurt og Helsinki sem áttu að fara í loftið klukkan 7:25 og 7:30.

Flugvél Icelandair sem átti að fara til Berlínar klukkan 7:40 fer ekki fyrr en 9:30 og vél Icelandair til Dyflinnar fer ekki fyrr en klukkan 10 í stað 7:45.

Flugi Icelandair til Óslóar hefur verið frestað frá 7:50 til 9:50 og vélinni til Glasgow hefur verið frestað frá 7:50 til 10:20. Flugvélin sem fer til Manchester á að fara í loftið klukkan 9:10 í stað 8. Flugið til Tenerife fer 10:20 í stað 9:30.

Flugi vélar sem koma átti frá New York Newark klukkan sex var aflýst og eins vél Icelandair frá New York JFK-flugvelli, Boston, Toronto og Washington. Aftur á móti koma vélarnar frá Orlando og Seattle en verða heldur seinna á ferðinni en áætlað var.

Hér er hægt að fylgjast með flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert