Hert samkomubann tekur gildi

Hert samkomubann tók gildi á miðnætti. Allar sundlaugar verða lokaðir …
Hert samkomubann tók gildi á miðnætti. Allar sundlaugar verða lokaðir á meðan bannið er í gildi og nýtt nokkrir sér tækifærið í kvöld að stinga sér til sunds. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hert samkomubann tók gildi þegar klukkan sló eina mínútu yfir miðnætti. Rúm vika er síðan samkomubann tók gildi hér á landi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og er það í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins sem slíkt bann er sett. 

Hert samkomubann felur einna helst í sér að mörk mannfjölda við skipulagða viðburði færist úr 100 manns niður í 20 manns. Í banninu sem tók gildi nú á miðnætti er sér­stök und­anþága fyr­ir mat­vöru- og lyfja­versl­an­ir. 

Vika er síðan sam­komu­bann tók gildi og voru mörk sett við 100 manns, en nú hefur talan verið færð niður í 20. Líkt og í fyrra banni þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna sé að minnsta kosti yfir tveir metr­ar við öll minni mannamót og að aðgengi að handþvotti og hand­spritti sé gott.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller landlæknir. Útfærsla heil­brigðisráðherra …
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Alma D. Möller landlæknir. Útfærsla heil­brigðisráðherra á hertu sam­komu­banni sem tók gildi á miðnætti fylg­ir í einu og öllu til­lög­um sótt­varna­lækn­is þess efn­is. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helstu áhrif frek­ari tak­mörk­un­ar eru eftirfarandi: 

  • All­ar fjölda­sam­kom­ur þar sem fleiri en 20 manns koma sam­an eru óheim­il­ar meðan tak­mörk­un­in er í gildi. Á það jafnt við hvort sem fólk kem­ur sam­an í op­in­ber­um rým­um eða einka­rým­um.
  • Hvar sem fólk kem­ur sam­an og í allri starf­semi skal tryggt að hægt sé að hafa a.m.k. tvo metra á milli ein­stak­linga.
  • Á öll­um vinnu­stöðum eða þar sem önn­ur starf­semi fer fram skal vera tryggt að ekki séu fleiri en 20 ein­stak­ling­ar í sama rými. Þess­ar tak­mark­an­ir eiga einnig við um al­menn­ings­sam­göng­ur og aðra sam­bæri­lega starf­semi.
Matvöruversalnir verða áfram opnar þrátt fyrir hert samkomubann.
Matvöruversalnir verða áfram opnar þrátt fyrir hert samkomubann. mbl.is/Kristinn Magnússon
  • Sér­stak­ar regl­ur gilda um mat­vöru­versl­an­ir og lyfja­búðir. Þar verður heim­ilt að hafa allt að 100 manns inni í einu, að því gefnu að hægt sé að halda a.m.k. tveggja metra fjar­lægð milli ein­stak­linga. Ef mat­vöru­versl­an­ir eru yfir 1.000 m2 er heim­ilt að hleypa til viðbót­ar ein­um ein­stak­lingi fyr­ir hverja 10 m2 þar um­fram en þó aldrei fleiri en 200 viðskipta­vin­um.
  • Sund­laug­um, lík­ams­rækt­ar­stöðvum, skemmtistöðum, spila­söl­um, spila­köss­um og söfn­um skal lokað meðan á þess­um tak­mörk­un­um stend­ur.
  • Starf­semi og þjón­usta sem krefst mik­ill­ar ná­lægðar milli fólks eða skap­ar hættu á of mik­illi ná­lægð er óheim­il. Þar und­ir fell­ur allt íþrótt­astarf og einnig all­ar hár­greiðslu­stof­ur, snyrti­stof­ur, nudd­stof­ur og önn­ur sam­bæri­leg starf­semi. Þetta á einnig við um íþrótt­astarf þar sem notk­un á sam­eig­in­leg­um búnaði get­ur haft smit­hættu í för með sér, s.s. skíðalyft­ur.

Grunn­skól­ar og leik­skól­ar verða enn opn­ir með þeim tak­mörk­un­um sem verið hafa und­an­farna viku.

Ræktarþyrstir nýttu kvöldið til að svitna vel í tækjasal World …
Ræktarþyrstir nýttu kvöldið til að svitna vel í tækjasal World Class í Laugum áður en skellt var í lás vegna herts samkomubanns. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gild­is­tími verður óbreytt­ur, þ.e. til 12. apríl næst­kom­andi. Tak­mörk­un­in tek­ur til lands­ins alls. Stjórn­völd end­ur­meta tak­mörk­un­ina eft­ir því sem efni standa til, hvort held­ur til að aflétta henni fyrr eða fram­lengja gild­is­tím­ann.

Hér má sjá auglýsingu heilbrigðisráðherra í Stjórnartíðindum vegna herts samkomubanns. 

Hér má nálgast upplýsingar almannavarna um hert samkomubann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert