Harma uppsagnir sálfræðinga hjá SÁÁ

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Stjórn Sálfræðingafélags Íslands harmar þá ákvörðun framkvæmdastjórnar SÁÁ að segja upp flest öllum sálfræðingum sem starfa hjá SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni.

„Sálfræðingar hafa verið mikilvæg starfstétt meðal annarra fagstétta sem þar starfa og hafa gengt mikilvægu hlutverki í því faglega starfi sem fram fer hjá SÁÁ. Þessi ákvörðun dregur óhjákvæmilega úr þverfaglegu samstarfi í meðferð fíknisjúkdóma og mun grafa undan þeirri þróun sem hefur verið á meðferðarstarfi SÁÁ undanfarin ár.

Stjórn Sálfræðingafélags Íslands skorar á SÁÁ að endurskoða ákvörðun sína varðandi uppsagnir sálfræðinga og hvetur framkvæmdastjórn til að styðja við og halda áfram því faglega starfi sem þar hefur farið fram,“ segir í yfirlýsingu frá Sálfræðingafélaginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert