Olíumengun í Nýja Skerjafirði

Hér má sjá svæðið sem til stendur að fylla upp …
Hér má sjá svæðið sem til stendur að fylla upp í í Skerjafirði.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna áforma um Nýja Skerjafjörð, íbúðahverfi á landfyllingu í Skerjafirði á útjaðri flugvallarsvæðisins.

Bent er á að við flutning staðsetningar grunnskóla og meðfylgjandi lóð, sé farið nær því svæði sem staðfest er að hafi olíumengaðan jarðveg. Heilbrigðiseftirlitið ítrekar að huga verði að því að strangari kröfur þurfi að gera til hreinsunar og jarðvegsskipta, þar sem um starfsemi fyrir börn er að ræða en ella, og því verði að gera ráð fyrir slíkum strangari skilyrðum í skipulagsskilmálum.

Auk þess minnir Heilbrigðiseftirlitið á að til standi að friðlýsa Skerjafjörð í heild sinni, en fyrirhuguð landfylling liggi jafnframt að verndarsvæðum. Fyrirhuguð landfylling fer að hluta til yfir leirusvæði sem nýtur sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum.

Fulltrúar minnihlutans í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkur gerðu bókun vegna þessa, þar sem þeir minntu á fyrri ábendingar sínar um þetta. Það sé sérstaklega alvarlegt þegar um er að ræða svæði sem ætlað er undir starfsemi fyrir börn, líkt og nýr skóli. Þeir telja því óábyrgt að leggja í uppbyggingu á svæðinu áður en jarðvegurinn er hreinsaður og honum fargað á viðeigandi hátt, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert