Urðað verður í Skarðsmóum

Töluvert fé hefur verið skorið niður í Tröllaskagahólfi. Annars vegar …
Töluvert fé hefur verið skorið niður í Tröllaskagahólfi. Annars vegar verður það brennt í Kölku og hins vegar urðað í Skarðsmóum. Eggert Jóhannesson

Guðundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur veitt undanþágu fyrir urðun í Skarðsmóum, aflögðum urðunarstað í Skagafirði. Undanþágan er veitt til urðunar fjár sem skorið hefur verið niður í Tröllaskagahólfi vegna riðu. Skjót urðun riðusmitaðs úrgangs varðar almannaheill. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

„Urðun riðusmitaðs úrgangs fellur undir lög um mat á umhverfisáhrifum. Óheimilt er að gefa út starfsleyfi til framkvæmdarinnar fyrr en mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir, eða ákvörðun um að framkvæmd sé ekki matsskyld. Lög um mat á umhverfisáhrifum heimila hins vegar ráðherra í sérstökum undantekningartilvikum og að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar, að undanþiggja tiltekna framkvæmd, mati á umhverfisáhrifum varði framkvæmdin almannaheill og/eða öryggi landsins.“

Þá kemur fram að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafi aflað umsagnar Skipulagsstofnunar og ákvörðum un undanþágu tekin í kjölfarið enda eru uppfyllt skilyrði laga um almannaheill.

Aðeins hluti urðaður 

Einungis fer úrgangur til urðunar sem ekki næst að brenna en skrokkar verða sendir í brennslu í Kölku í Helguvík. 

Undanþágan sem veitt er fyrir Skarðsmóa er talin í samræmi við lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Einnig kemur fram í tilkynningu Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins að ekki hafi aðrir staðir komið til greina til urðunar umfram úrgangs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert