Betra ef búið væri að bólusetja alla

Már Kristjánsson, formaður sótt­varna­nefnd­ar Land­spít­al­ans og yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar.
Már Kristjánsson, formaður sótt­varna­nefnd­ar Land­spít­al­ans og yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Það er ekkert jákvætt komið,“ segir Már Kristjánsson yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar Landspítalans, en rúmlega 50 starfsmenn spítalans voru sendir í skimun og sóttkví í gær í tengslum við kórónuveirusmit sem greindist utan sóttkvíar á miðvikudagskvöld.

Starfsmenn spítalans sóttu reglubundna fræðslu í tengslum við starfsþjálfun hjá Mími í vikunni en sá sem smitaðist á miðvikudag var nemandi hjá Mími og sótti kennslu þar.

Már segir að þeir sem ekki fóru í skimun í gær fari í dag en þá var mótefni kannað hjá þeim sem hafa verið bólusettir:

„Allir sem voru bólusettir voru með mótefni og þá eru þeir sloppnir gagnvart samfélaginu en eru í sóttkví C, sem eru ákveðnar reglur hjá okkur fyrir þá sem eru með mótefni en hafa verið útsettir,“ segir Már og útskýrir að það fólk gæti borið smit á sér.

Már tekur undir með blaðamanni að auðvitað hefði verið betra ef búið væri að bólusetja alla starfsmenn spítalans en þetta er í annað skiptið í mánuðinum sem hópur starfsfólks fer í sóttkví vegna kórónuveirusmits.

„Það væri mjög gott ef allir væru bólusettir, það er engum blöðum um það að fletta,“ segir Már sem krossar fingur og vonar að allir komi neikvæðir út úr skimunum næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert