Heimsókn Danakonungs í fersku minni

Garðar Sigurðsson varð 100 ára í gær.
Garðar Sigurðsson varð 100 ára í gær. mbl.is/Óttar

Garðar Sigurðsson varð 100 ára í gær og er eldhress eftir að hafa sigrað Covid-19 í tvígang. Blaðamaður kom að Garðari í mestu makindum á hjúkrunarheimilinu Mörk þar sem hann hefur búið í um eitt ár.

„Að einu leyti batnaði mér ekki, heldur versnaði. Mér þykir allur matur leiðinlegur og vondur,“ segir Garðar léttur í bragði, spurður hvernig honum heilsaðist eftir að hafa smitast. Hann hafði fengið súkkulaðiegg og flösku af Gammel Dansk í tilefni afmælisdagsins. Segist hann ekkert bragð finna af súkkulaðinu en aðra sögu er að segja af drykknum. „Það er bragð af því,“ segir hann og brosir.

Garðar er fæddur 20. febrúar árið 1922, í Kirkjuhúsi á Eyrarbakka, þar sem hann ólst upp ásamt níu systkinum. Allt var þetta rólyndisfólk að sögn Garðars en oft og tíðum fjör á bænum.

Garðar man enn þá eftir Alþingishátíðinni á Þingvöllum árið 1930, þegar Kristján tíundi Danakonungur heimsótti Ísland og minnst var þess að þúsund ár voru frá stofnun allsherjarþings árið 930. Á Alþingishátíðina hélt Garðar með fjölskyldu sinni, aðeins átta ára gamall.

Nánar má lesa um málð í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert