Bjarni hitti Selenskí í Kænugarði

Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. Samsett mynd

Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, fundaði með Volodimír Selenskí, forseta Úkraínu, og fleiri áhrifamönnum í hinu stríðshrjáða ríki, ásamt hópi formanna utanríkismálanefnda í Kænugarði í gær. Bjarni greindi frá því á Facebook-síðu sinni.

Tilefni fundanna var að sýna Úkraínu samstöðu ári eftir innrás Rússa.

Bjarni lýsir Selenskí sem beinskeyttum leiðtoga með þétt og sterkt handartak, leiftrandi af þeim krafti sem við höfum upplifað undanfarið ár og sameinað hefur úkraínsku þjóðina gegn ógn og hörmungum sem að þeim hefur verið beint.

„Við viljum ekki tapa landinu okkar eða fullveldinu,“ sagði forsetinn meðal annars á fundinum.

Volodimír Selenskí fundar með hópi formanna utanríkismálanefnda í Kænugarði í …
Volodimír Selenskí fundar með hópi formanna utanríkismálanefnda í Kænugarði í dag. Ljósmynd/president.gov.ua

Bjarni sagði að Selenskí hafi beint til gesta sinna að það snérist ekki allt um hernaðarstuðning, heldur líka stuðning á fleiri sviðum og ekki síst um pólitíska samstöðu Evrópskra þjóðþinga. Efnahagsþvinganir gegn innrásarþjóð og sameiginlega framtíðarsýn. Hann sagði forsetann hafa sagt það styrkja úkraínsku þjóðina að finna fyrir þeirri samstöðu og yki henni baráttuþrek.

Selenskí sagðist á heimasíðu sinni vera þakklátur fyrir heimsóknina sem hann sagði vera mikilvægt merki um stuðning. Hann sagðist ánægður með þessa frábæru bandamenn sem standa vörð um sjálfstæði Úkraínu og reyna að vernda líf fólksins í landinu.

Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, undir íslenska fánanum á fundi …
Bjarni Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, undir íslenska fánanum á fundi með forseta úkraínska þingsins. Ljósmynd/Facebook Bjarni Jónsson

Fyrir fundinn með Selenskí forseta funduðu formennirnir með forseta úkraínska þingsins og forsætisnefnd Úkraínu, formönnum þingnefnda auk þess að hafa sótt þingfund og tekið þátt í táknrænni athöfn til stuðnings úkraínsku þjóðinni. Þá var fundað með ráðherrum varnarmála, orkumála og varaforsætisráðherra.

Bjarni flutti góðar kveðjur frá Íslandi og lýsti meðal annars djúpri samkennd og virðingu fyrir úkraínsku þjóðinni og því hugrekki og samstöðu sem hún sýni. Að Ísland stæði þétt að baki þeim og rétti þeirra til fullveldis, yfirráða yfir eigin landi og möguleikum til að móta og ráða eigin framtíð í lýðræðissamfélagi.

Bjarni flutti kveðjur og tölu á fundi með leiðtogum úkraínska …
Bjarni flutti kveðjur og tölu á fundi með leiðtogum úkraínska þingsins. Ljósmynd/Facebook Bjarni Jónsson
Mariia Mezentseva, formaður þingmannanefndar Úkraínu á Evrópuráðsþinginu og Alicia Kearns, …
Mariia Mezentseva, formaður þingmannanefndar Úkraínu á Evrópuráðsþinginu og Alicia Kearns, formaður utanríkismálanefndar breska þingsins ásamt Bjarna á þingpöllunum í úkraínska þinginu. Ljósmynd/Facebook Bjarni Jónsson
Frá fundi með varnarmálaráðherra og æðstu yfirmönnum úkraínska hersins.
Frá fundi með varnarmálaráðherra og æðstu yfirmönnum úkraínska hersins. Ljósmynd/Facebook Bjarni Jónsson
Frá fundi í sprengjuheldu fundarherbergi með forsvarsfólki úkraínska þingsins.
Frá fundi í sprengjuheldu fundarherbergi með forsvarsfólki úkraínska þingsins. Ljósmynd/Facebook Bjarni Jónsson
Bjarni ásamt Olenu Sotnyk, formanni varnarmálanefndar úkraínska þingsins og nefndarmanni …
Bjarni ásamt Olenu Sotnyk, formanni varnarmálanefndar úkraínska þingsins og nefndarmanni í utanríkismálanefnd en hún er einnig þingmaður Evrópuráðsþingsins. Ljósmynd/Facebook Bjarni Jónsson
Þjóðfána gestanna hafnir á loft í táknrænum stuðningi við athöfn …
Þjóðfána gestanna hafnir á loft í táknrænum stuðningi við athöfn í úkraínska þinginu í dag. Ljósmynd/Facebook Bjarni Jónsson
Úkraíníska þingið syngur þjóðsönginn við athöfn í þinginu í dag.
Úkraíníska þingið syngur þjóðsönginn við athöfn í þinginu í dag. Ljósmynd/Facebook Bjarni Jónsson
Bygging skammt frá þinginu sem orðið hefur fyrir árás sem …
Bygging skammt frá þinginu sem orðið hefur fyrir árás sem beint var að orkuinnviðum á sama svæði. Ljósmynd/Facebook Bjarni Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert