Engar brotalamir í löggæslu á landsbyggðinni

Ljóst er að mikill þungi verður lagður í að manna …
Ljóst er að mikill þungi verður lagður í að manna stífa öryggisgæslu í Reykjavík þá dagana. Leiðtogafundurinn verður haldinn í Hörpu. Samsett mynd

Það verða engar brotalamir í löggæslu á landsbyggðinni á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu síðar í mánuðinum. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yf­ir­lög­regluþjónn alþjóðasviðs rík­is­lög­reglu­stjóra.

Um 40 þjóðarleiðtogar hafa boðað komu sína í Hörpu þar sem fundurinn verður haldinn dagana 16. og 17. maí.

Ljóst er að mikill þungi verður lagður í að manna stífa öryggisgæslu í Reykjavík þá dagana. Til viðbótar við þann liðsauka sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fær frá Norðurlöndunum hefur fjöldi lögregluþjóna úr umdæmum af landsbyggðinni verið kallaður til.

Aðspurður hvort lögreglan óttist að einhverjir muni reyna að nýta sér glufur í löggæslu á þessum dögum, segir Karl Steinar að slíkt væri „einkar óviturleg ákvörðun“.

„Við erum alveg að tryggja það, að það eigi engin brotalöm að vera í löggæslunni á þessum tíma. Það er bara aukið álag á lögreglumenn og starfsmenn lögreglunnar á þessum tíma.“

Verður hægt að tryggja að þeir fái þá hvíld eftir fundinn?

„Það verður bara að koma í ljós.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert