Myndskeið: Margir vilja sjá gosið

„Ég er búinn að fara mörgum sinnum. Allt of mörgum sinnum, segir konan,“ sagði Bjarki Arnórsson og hló þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann við gosstöðvarnar snemma í kvöld.

Kvaðst hann hafa farið um tíu sinnum að fyrsta gosinu í Geldingadölum, en aðeins sjaldnar að gosinu í Meradölum í fyrra.

„Svo bara, um leið og byrjar að gjósa, þá leggur maður af stað.“

Varað við hættu

Fleiri urðu á vegi blaðamanns enda ljóst að margir hafa lagt eða reynt að leggja leið sína að Litla-Hrúti í kvöld, til að berja gosið augum.

Samt sem áður er varað við hættu á þessum slóðum, meðal annars vegna mikillar gasmengunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka