Beint: Hringrás í byggingariðnaði

Hringrásarfundurinn fer fram í Laugardalshöll í dag.
Hringrásarfundurinn fer fram í Laugardalshöll í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fjöldi styrkhafa Asks - mannvirkjarannsóknasjóðs mun kynna verkefni sín á CIRCON ráðstefnu sem haldin er í tengslum við Iðnaðarsýninguna í Laugardalshöll sem stendur yfir þessa dagana.

Ráðstefnan ber heitið „Hringrás í byggingariðnaði: erum við tilbúin í stökkið?“

Lýkur ráðstefnunni klukkan 15.30 í dag. 

Í tilkynningu segir að Askur hafi reynst mikilvægt hreyfiafl í iðnaðinum og séu verkefni sjóðsins til vitnis um þau tímamót sem byggingariðnaðurinn standi á varðandi vistvænar áherslur.

„Hringrásarhagkerfið, endurnýting byggingarefna, notkun á vistvænum efnum og þær áherslur að finna leiðir til að vinna með efni í nærumhverfinu, koma sterkt fram í verkefnum Asksins sem eru sýnd á Iðnaðarsýningunni 2023.“

Fylgjast má með beinu streymi hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert