Huga að því að opna á ný

Lilja Dögg Alfreðsdóttir fundaði í gær með fyrirtækjum í ferðaþjónustu …
Lilja Dögg Alfreðsdóttir fundaði í gær með fyrirtækjum í ferðaþjónustu í Grindavík. mbl.is/Árni Sæberg

Ferðaþjónustufyrirtæki í Grindavík hafa mikinn hug á því að opna sín fyrirtæki á ný að sögn Lilju Daggar Alfreðsdóttur ferðamálaráðherra sem fundaði með ferðaþjónustufyrirtækjum á svæðinu í gær. Því segir hún mikilvægt að gefið verði út frekara áhættumat fyrir svæðið til þess að hægt verði að hefja starfsemi á ný. Til að mynda í Bláa Lóninu sem hefur verið meira og minna lokað frá því í byrjun nóvember.

Kort/mbl.is

Lilja segir ekki síður mikilvægt að hugsa til framtíðar í Grindavík og nefnir að fundurinn hafi til að mynda verið nýttur til þess. Þar hafi komið upp hinar ýmsu hugmyndir sem fólk var sammála um að undirbúa vel á meðan tími gæfist til. Tillögur að því hvernig hægt er að efla ferðaþjónustu og menningu á svæðinu og eins hvernig hægt er að efla viðhorf fólks til Reykjanesskaga og jarðhræringa á svæðinu.

Aðspurð segir Lilja það hafa verið gott að finna kraftinn í samfélaginu.

Frá fundinum í gær.
Frá fundinum í gær. mbl.is/Árni Sæberg
Frá fundinum í gær.
Frá fundinum í gær. mbl.is/Árni Sæberg




Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert