Félagsstofnun stúdenta hækkar leigu

Félagsstofnun stúdenta (FS) mun hækka leigugrunn íbúða og herbergja á stúdentagörðum um 2% frá og með 1. september.

FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði þeirra, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá FS.

Stofnunin er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun og er hækkunin tilkomin vegna aukins rekstrarkostnaðar. Rétt framlag til viðhalds hefur ekki náðst úr rekstri stofnunnar undanfarið ár og því er mikilvægt að leiðrétta reksturinn og er þetta skref í átt til þess, kemur fram í tilkynningu frá FS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert