Myndskeið: Rúta brann til kaldra kola

Lítið er eftir af rútunni.
Lítið er eftir af rútunni. mbl.is/Eyþór

Rúta sem stóð á bílastæði við Borgartún 34, fyrir aftan Hotel Cabin, brann til kaldra kola fyrr í kvöld.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi tvo dælubíla til þess að slökkva eldinn, en rútan var alelda þegar slökkvilið bar að garði um klukkan 19.30 kvöld. 

Slökkvistarf gekk vel, að sögn Stefáns Más Kristinssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu.

„Við slökktum í glæðunum. Það varð ekkert annað tjón en á rútunni,“ segir Stefán Már í samtali við mbl.is.

Númeralaus og mannlaus

Slökkvilið telur að rútan hafi staðið númeralaus á bílastæðinu. Hún var þar mannlaus og engin slys urðu á fólki.

Stefán gat ekkert sagt til um tildrög eldsvoðans. Slökkvilið vinnur nú að frágangi í Borgartúninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert