Skoðað að hirða úrganginn örar

Að störfum við sorphirðu.
Að störfum við sorphirðu. mbl.is/Hákon

Til skoðunar er hjá Reykjavíkurborg að hirða pappír og plast frá heimilum fólks örar en verið hefur og slíkur úrgangur þannig hirtur aðra hverja viku, en hann er nú hirtur þriðju hverja viku. Þetta segir Guðmundur B. Friðriksson, skristofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Morgunblaðið.

Borgarbúar hafa margir hverjir kvartað yfir því að þetta sorp sé hirt of sjaldan og því fyllist tunnur ört. Þá hafi gámum fyrir pappír og plast verið fækkað á grenndarstöðvum, þar sem ruslið hefur síðan staflast upp.

„Ég hef nefnt það við umhverfis- og skipulagsráð að þegar búið væri að innleiða nýja flokkunar- og hirðukerfið og við sjáum hvernig það reynist verði skoðað hvort farið yrði í tveggja vikna hirðutíðni í stað þriggja,“ segir Guðmundur.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert