Beint: Málþing Krabbameinsfélagsins

Krabbameinsfélag Íslands.
Krabbameinsfélag Íslands.

Krabbameinsfélagið stendur fyrir málþing í dag um stöðluð greiningar- og meðferðarferli, allt frá því að grunur vaknar um krabbamein. 

Málþingið fer fram í húsnæði félagsins á milli klukkan 10 og 12 í dag. Meðal annars verður litið til reynslu Norðurlandanna og velt því upp hvort innleiðing staðlaðra greiningar- og meðferðarferla myndi hjálpa til við að takast á við þær áskoranir sem fylgja krabbameinum í framtíðinni hérlendis. Halla Þorvaldsdóttir, fram­kvæmd­ar­stjóri Krabba­meins­fé­lags Íslands,  fer með fundarstjórn. 

Sigríður Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs – Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu, Hlíf Steingrímsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins, Helena Brändström Ph.D., forstöðumaður hjá Regionala cancercentrum i samverkan í Svíþjóð og Søren Gray Worsøe Laursen, Ph.D., hjá danska Krabbameinsfélaginu, munu flytja erindi og í kjölfarið fara fram pallborðsumræður. 

Hægt er að fylgjast málþinginu í beinu streymi hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert