Eldur á geymslusvæði skammt frá Straumsvík

Frá Straumsvík í nótt.
Frá Straumsvík í nótt. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan þrjú í nótt um talsverðan reyk sem barst af geymslusvæði skammt frá Straumsvík. 

Þetta kemur fram í Facebook-færslu slökkviliðsins. 

Áhöfn úr slökkvistöðinni í Hafnarfirði var send á staðinni og segir að um dágóða stund tók að slökkva í nokkrum bílum sem brunnu.

Ekkert vatn var á svæðinu og þurfti því að nota tankbíl sem kom með 8.000 lítra aukreitis við þá 3.000 lítra sem eru á slökkvibílnum.

Áhöfn úr Skógarhlíð var send í humátt á eftir en ekki reyndist þörf á þeim.

Eldsupptök eru ókunn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert