Engin hætta á „svefnbæ“

Oddvitar virtust nokkuð samstiga hvað varðar áherslur flokkanna fyrir næsta …
Oddvitar virtust nokkuð samstiga hvað varðar áherslur flokkanna fyrir næsta kjörtímabil. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

Engin stór átakamál blasa við fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Mosfellsbæ. Ásgeir Sveinsson oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fjármálin standa nokkuð vel þrátt fyrir mikið tekjufall í heimsfaraldrinum en samkvæmt langtímafjárhagsáætlun verður hægt að greiða upp skuldir bæjarins samhliða mikilli uppbyggingu.

Hér má nálgast Dagmál Morgunblaðsins.

Sveinn Óskar Sigurðsson oddviti Miðflokksins er þó ekki á sömu línu en hann telur bæjarstjórn hafa farið offari og að ákvarðanataka hennar líkist þeirri sem var uppi rétt fyrir hrun. Hann viðurkennir þó að ekki sé auðsótt að skera niður kostnað og því mikil áskorun fyrir höndum.

Oddvitar flokka minnihlutans töldu stjórnarsamstarf meirihlutans hafa runnið sitt skeið.
Oddvitar flokka minnihlutans töldu stjórnarsamstarf meirihlutans hafa runnið sitt skeið. mbl.is/Ágúst Óliver

Meirihlutinn staðnaður

Í Mosfellsbæ geta kjósendur valið milli sjö framboðslista fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar en oddvitar þeirra sátu fyrir svörum í kosningaþáttum Dagmála sem koma út í dag. Frambjóðendur tókust á um ýmis málefni en í brennidepli voru skóla- og skipulagsmál.

Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn segja þreytu komna í íbúa eftir stjórnarsamstarf Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins sem á rætur að rekja til ársins 2006. Stöðnun sé farin að einkenna rekstur bæjarfélagsins og ákall sé eftir breytingum.

Ásgeir segir samstarfið þó ganga afar vel og ekkert hafi komið upp í aðdraganda kosninga sem kalli á uppstokkun meirihlutans. Þá hafi samstarf við minnihlutaflokkana einnig verið gott.

Bærinn vaxi ekki of hratt

Allir oddvitar virðast sammála um að áhersla á uppbyggingu sé nauðsynleg enda fjölgi íbúum bæjarins ört. Þeim ber þó ekki saman um hvort vel hafi tekist við að hafa hemil á þessari þróun eða hvort vaxtaverkir séu farnir að segja til sín.

Ásgeir telur innviði hafa náð að fylgja fjölgun íbúa nokkuð vel. Til að mynda séu skólamál í góðum farvegi og dagvistarúrræði fyrir hendi fyrir öll börn frá 12 mánaða aldri.

Halla Karen Kristjánsdóttir oddviti Framsóknar er ekki sammála en hún telur áherslu bæjarstjórnar á uppbyggingu hafa gert það að verkum að viðhald innviða og þjónusta við íbúa hafi verið vanrækt. Segir hún jafnframt mikilvægt að klára framkvæmdir sem þegar séu hafnar áður en ráðist verður í nýjar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert