Alþingiskosningar 2009

Lítilsháttar lækkun á Wall Street

22.5.2009 Hlutabréfavísitölur lækkuðu lítillega á Wall Street í kvöld enda eru fjárfestar ekki sannfærðir um að það versta sé að baki í fjármálaheiminum. Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,18% og lokaði í 8.277,32 stigum. Nasdaq lækkaði um 0,19% og Standard & Poor's 500 lækkaði um 0,15%. Hlutabréf deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar hækkuðu um 9,31% en lokaverð þeirra var 35 sent á hlut. Meira »

Ekki hyggindi að slátra mjólkurkúnni

10.5.2009 „Það hafa aldrei verið talin mikil búhyggindi að slátra mjólkurkúnni,“ segir framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna um fyrningarleiðina svokölluðu sem ný ríkisstjórn ætlar sér að fara í sjávarútvegsmálum. „Mér líst afar illa á þær fyrirætlanir að gera aflaheimildir upptækar,“ segir Friðrik J. Arngrímsson. Meira »

Margt ágætt en ósammála um tvennt

10.5.2009 „Það er margt ágætt í þessu plaggi og fyrir okkur í Samtökum atvinnulífsins er sérstök ástæða til þess að fagna miklum samstarfsvilja við okkur,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, við fréttavef Morgunblaðsins eftir að hann las stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Meira »

Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB

22.4.2009 Svandís Svavarsdóttir, frambjóðandi VG, ítrekaði á borgarafundi í kvöld að flokkurinn hafni aðild að Evrópusambandinu. Hún sagðist ekki trúa því að Samfylkingin láti stranda á þessu máli hvað varðar möguleika á samstarfi flokkanna í ríkisstjórn að loknum kosningum. Meira »

Allt upp á borð fyrir kosningar?

22.4.2009 Össur Skarphéðinsson , utanríkisráðherra, sagðist ekki vita betur, á kjördæmafundi RÚV á Nasa rétt í þessu, en að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefði skrifað formönnum allra stjórnmálaflokkanna í dag og viðrað þá hugmynd að flokkarnir birtu fyrir kosningarnar á laugardaginn upplýsingar um styrki sem þátttakendur í prófkjörum hafa þegið. Meira »

Segir 40 aðila hafa styrkt sig

22.4.2009 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að 40 aðilar hafi styrkt sig í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 2006. Rétt sé að Baugur Group og FL Group hafi styrkt sig í prófkjörinu og hámarksstyrkur hjá þessum fyrirtækjum hafi verið 2 milljónir. Meira »

Ósammála punktur is

22.4.2009 Hópur fólks sem er ósammála þeim málflutningi „að innganga í Evrópusambandið sé eina leiðin til þess að koma efnahagsmálum Íslands aftur í réttan farveg“ hefur opnað síðu á netinu undir slóðinni www.osammala.is. Meira »

Þrjú fengu 2 milljónir frá Baugi

22.4.2009 Sautján frambjóðendur fengu styrki frá Baugi árið 2006, skv. frétt á vef DV. Þar segir að þrír hafi fengið áberandi hæsta styrki, 2 milljónir hvert; Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu og Framsóknarmaðurinn Björn Ingi Hrafnsson. Meira »

Steinunn Valdís fékk fjórar milljónir

22.4.2009 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður Samfylkingar og fyrrverandi borgarstjóri, fékk 2 milljónir króna í styrk frá Baugi Group og jafn mikið frá FL Group í prófkjörsbaráttunni fyrir kosningar til Alþingis 2007. Þetta kemur fram á vef DV. Fyrr í dag var þar greint frá því að Guðlaugur Þór Þórðarson fékk sömu upphæðir frá fyrirtækjunum. Meira »

VG menn þáðu ekki styrki

21.4.2009 Enginn þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs né aðrir sem tóku þátt í prófkjörum hlutu styrki til að kosta prófkjörsbaráttu árið 2007, skv. yfirlýsingu sem fjölmiðlafulltrúi flokksins sendi frá sér í kvöld. Meira »

Bjarni Harðarson styður VG

20.4.2009 Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður Framsóknar, hefur ákveðið að styðja VG í Alþingiskosningunum. „Ég tel einfaldlega að eins og málum er nú komið séu vinstri græn eini kosturinn fyrir þjóðholla Íslendinga, sem finnst það alvöru mál að Íslandi gangi ekki í Evrópusambandið,“ segir Bjarni. Meira »

Evrópustefnan verði á hreinu

20.4.2009 Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, sagði á framboðsfundi í Ríkissjónvarpinu sem nú stendur yfir á Selfossi, að samstarf í ríkisstjórn eftir kosningar komi ekki til greina nema Evrópustefnan verði á hreinu. Meira »

Dólgsleg árás, segir Björn

20.4.2009 Björn Bjarnason segir að sendiherra ESB gagnvart Íslandi hafi ráðist dólgslega á Sjálfstæðisflokkinn af því alkunna yfirlæti, sem sendimenn Evrópusambandsins telja sér sæma að sýna stjórnmálaflokkum og heilum þjóðum, ef menn beygja sig ekki þegjandi undir Brusselvaldið. Meira »

Fylgið við VG eykst enn

20.4.2009 Fylgi við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð virðist enn vera að aukast, skv. könnun Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Bifröst. Skv. henni er fylgið við VG nú 31,2%. Alls 49,3% svarenda eru hlynntir því að Guðlaugur Þór Þórðarson víki af lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurdæmi suður. Meira »

AGS getur ekki haft milligöngu

20.4.2009 Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Noregi og Íslandi, segir í viðtali við Ríkisútvarpið að það sé mikill misskilningur hjá Sjálfstæðisflokknum á Íslandi að halda að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geti komið því til leiðar eða haft milligöngu um að Íslendingar geti tekið upp evru. Meira »

Ekki mistök að verja stjórnina falli

9.4.2009 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki vera áhyggjufullur yfir fylgi Framsóknarflokksins. Hann segir að sú ákvörðun að verja ríkisstjórnina falli hafi ekki verið mistök. Sigmundur segist ætla að beita sér fyrir því að bókhald flokksins verði opnað. Meira »

Ekki kjörnir fulltrúar flokksins

9.4.2009 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að hann hefði aflað sér upplýsinga um að þeir sem óskuðu eftir styrkjum frá FL Group og Landsbankanum hefðu ekki verið kjörnir fulltrúar flokksins heldur menn sem tóku að sér fjáröflun fyrir flokkinn. Meira »

„Hvítþvegin bleyjubörn“

9.4.2009 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstöður skoðanakönnunar Capacent um fylgi stjórnmálaflokkanna séu vonbrigði fyrir flokkinn. „Í ljósi atburða vetrarins hefur spjótunum verið beint að okkur. Aðrir flokkar eins og Framsókn, og sérstaklega Samfylkingin, hafa komið út úr þessu eins og hvítþvegin bleyjubörn sem hafa ekki komið nálægt neinu.“ Meira »

Ekki tveir turnar heldur þrír

9.4.2009 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir að skoðanakannanir undanfarinna vikna sýni að flokkurinn hafi fest sig í sessi sem stórt stjórnmálaafl á landsvísu. Vinstri grænir mælast nú með 26% fylgi á landsvísu. Meira »

Þurfum nýtt sverð

28.3.2009 Kristján Þór Júlíusson sagði í framboðsræðu sinni í embætti formanns að Sjálfstæðismenn þyrftu að vígbúast. Hann sagði jafnframt að flokkurinn þyrfti að nálgast hlutverk sitt af auðmýkt. Góður rómur var gerður að ræðu Kristjáns og var hann hylltur með dynjandi lófaklappi í lok hennar. Meira »

Verðum að halda í vonina

28.3.2009 „Ef það er eitthvað eitt umfram annað sem ég vil að við tökum með okkur út af þessum fundi þá er það von,“ sagði Bjarni Benediktsson, í framboðsræðu sinni á landsfundi, en hann er í framboði til formanns flokksins. „Von um að flokkurinn nái vopnum sínum á ný, þjóðinni til heilla“, sagði Bjarni. Meira »

Skattmann er mættur aftur

28.3.2009 „Steingrímur J er hinn nýi Skattmann og skikkjan hefur verið send með hraðpósti frá Bessastöðum. Skattmann er mættur aftur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er hún ávarpaði landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður ræddi m.a málefni eiginmanns síns og veikindi dóttur sinnar. Meira »

„Kvótakerfið er krabbamein sjávarútvegsins“

28.3.2009 Guðmundur Halldórsson frá Bolungarvík, fyrrverandi formaður Eldingar, félags smábátaeigenda á Vestfjörðum, gagnrýndi tilvist kvótakerfisins harðlega er hann ávarpaði landsfund Sjálfstæðisflokksins rétt í þessu. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum með því að velja tengil á kosningarenningi neðst á forsíðu mbl.is. Meira »

Rannsóknir í sjávarútvegi efldar

28.3.2009 Nú er nauðsynlegt, sem aldrei fyrr, að efla allar rannsóknir á sviði sjávarútvegsmála. Það er ein af grunnforsendunum í því endurreisnarstarfi sem framundan er, segja sjálfstæðismenn. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum með því að velja tengil á kosningarenningi neðst á forsíðu mbl.is. Meira »

20 þúsund störf og sólarrafhlöður

28.3.2009 Sjálfstæðismenn vilja skoða framleiðslu sólarrafhlaðna til þess að tryggja ný störf. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum með því að velja tengil á kosningarenningineðst á forsíðu mbl.is. Meira »

„Þurfum að opna flokkinn“

28.3.2009 Andri Óttarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins ávarpaði landsfund Sjálfstæðisflokksins á tilfinningalegum nótum þegar hann rifjaði upp þegar Geir H. Haarde, formaður, hefði hringt í sig og boðið sér framkvæmdastjórastarfið. Meira »

Hugsa þarf heilbrigðismál upp á nýtt

27.3.2009 Í þeim lið ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um endurreisn atvinnulífsins er varðar atvinnulíf og fölskyldur segir að reikna megi með því að takmarkað fjármagn renni til heilbrigðis- og menntamál á næstu árum. Meira »

Mistökin Sjálfstæðisflokksins

27.3.2009 „Sjálfstæðisflokkurinn ber óhjákvæmilega mikla ábyrgð á þeim mistökum sem voru gerð í landsstjórninni,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, þegar hann kynnti niðurstöður nefndarinnar á landsfundi flokksins. Meira »

Þjóðin fái að skera úr um ESB-aðild

27.3.2009 Tillaga um Evrópumál var samþykkt með þorra atkvæða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir hádegið. Samkvæmt henni er það skoðun flokksins að ákveði Alþingi eða ríkisstjórn að sækja skuli um aðild að Evrópusambandinu skuli fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun. Niðurstaðan úr aðildarviðræðum verði einnig borin undir þjóðaratkvæði. Meira »

Bjarni Ben: Við viljum vera fyrir utan ESB

27.3.2009 Bjarni Benediktsson alþingismaður sem hefur lýst yfir framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðum um ályktun um Evrópumál á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að Samfylkingin hefði einangrað sig í Evrópumálum. Meira »