Ebólufaraldurinn

Tvö látin úr ebólu í Úganda

13.6. Fimmtug kona, sem greindist nýverið með ebólu í Úganda, er látin en þetta er annað dauðsfallið af völdum ebólu í landinu á nokkrum dögum. Fimm ára gamall drengur, barnabarn konunnar, lést fyrir stuttu eftir að fjölskyldan kom frá nágrannaríkinu Austur-Kongó. Meira »

26 létust úr ebólu á einum degi

30.4. 26 létust úr ebólu á einum degi í Kivu-héraði í Austur-Kongó. Ekki hafa áður svo margir látist á jafn stuttum tíma úr veirusýkingunni frá því að faraldur braust út í landinu fyrir níu mánuðum, að því er heilbrigðisráðuneytið greinir frá. Meira »

Yfir 750 dauðsföll en ekki neyðarástand

12.4. 1.206 manns hafa smitast af ebólu og 764 látið lífið í faraldri sem hefur geisað í Austur-Kongó frá því í ágúst. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur þó ekki þörf á að lýsa yfir neyðarástandi, að minnsta kosti ekki um sinn. Meira »

95 þúsund skammtar af bóluefni

6.4. Um einn hundrað hafa látist úr ebólu í Austur-Kongó undanfarnar þrjár vikur. Það þýðir að yfir 700 eru látnir í faraldri sem þar hefur geisað frá því ágúst. Meira »

Eiga í „eitruðu sambandi“

7.3. Aðgerðir til að vinna bug á nýjasta ebólufaraldrinum í Austur-Kongó hafa ekki skilað tilætluðum árangri að því er mannúðarsamtökin Læknar án landamæra segja. Samtökin segja öryggissveitum ríkisins um að kenna því þær eigi í „eitruðu“ sambandi við marga íbúa landsins. Meira »

Grunur um ebólu í Svíþjóð

4.1. Bráðamóttöku á spítalanum í Enköping í Svíþjóð hefur verið lokað eftir að grunur um ebólu kom upp. Sjúklingurinn sem um ræðir hefur verið settur í einangrun á spítala í Uppsala en hann kom til Svíþjóðar frá Búrúndí fyrir þremur vikum og fann fyrir einkennum síðustu daga, að því er fram kemur í frétt Expressen. Meira »

Óttast að ebólufaraldur breiðist út til fleiri landa

16.10. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, munu eiga fund í vikunni til að meta hvort að ebólufaraldurinn í austurhluta Austur-Kongó sé orðinn að neyðarástandi á heimsvísu. Meira »

Óttast útbreiðslu til annarra landa

23.5.2018 Banvænn faraldur ebólu í Austur-Kongó gæti mögulega breiðst út víðar að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Stefnt er að því að bólusetja um 10 þúsund íbúa landsins á innan við mánuði. Meira »

Tilraunabólusetningar hefjast í dag

21.5.2018 Heilsugæslustarfsmenn í Austur-Kongó munu í dag hefja tilraunabólusetningar vegna Ebólu-faraldurs sem brotist hefur út í austurhluta landsins. Meira »

Ebóla ekki alþjóðleg vá

19.5.2018 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur birt niðurstöður neyðarfundar sem haldinn var í gær vegna ebólusmita í Lýðstjórn­ar­lýðveld­inu Kongó. Á fundinum var rætt um hvort skilgreina ætti ástandið sem alþjóðlega lýheilsuvá. Niðurstaða fundarins var að á þessu stigi uppfyllir ástandið ekki þær kröfur sem gerðar eru til þess að slíkri yfirlýsingu sé beitt. Meira »

Þrjú ný tilfelli staðfest

19.5.2018 Þrjú ný tilfellu ebólu hafa verið staðfest í Austur-Kongó. Ebólufaraldur er tekinn að geisa í landinu. Grunur er um 43 smit að sögn yfirvalda og 21 hefur verið staðfest. Meira »

Neyðarfundur vegna ebólu í Kongó

18.5.2018 Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) heldur í dag neyðarfund vegna útbreiðslu ebólusmita í Kongó, en þar mun verða rætt hvort ástæða sé til þess að að skilgreina ástandið sem alþjóðlega lýðheilsuvá. Meira »

Ebóla greinist í borginni

17.5.2018 Ebólu-faraldurinn sem nú hefur brotist út í Austur-Kongó er ekki lengur bundinn við dreifbýli. Heilbrigðisráðuneyti landsins hefur nú staðfest að fyrstu tilfellin í borginni Mbandaka hafi komið upp í byrjun maí. Borgin er miðstöð viðskipta og þaðan liggja vegir til höfuðborgarinnar Kinshasa. Meira »

18 látnir úr ebólu

13.5.2018 Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, er kominn til Austur-Kongó til þess að kanna aðstæður vegna fregna um að ebóla hafi blossað upp í landinu að nýju. Meira »

Ebóla komin upp í Vestur-Kongó

12.5.2017 Orðið hefur vart við ebólu í Vestur-Kongó, samkvæmt tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO, og hafa þrír látist af völdum veirunnar á undanförnum þremur vikum. Meira »

„Ofursmitarar“ dreifðu Ebóla-veirunni

13.2.2017 Flestir þeirra sem sýktust af Ebóla-veirunni, í faraldrinum sem hófst árið 2014 og reið yfir Vestur-Afríku, smituðust af völdum svokallaðra „ofursmitara“. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem birtar voru í dag. Meira »

Bóluefni vekur miklar væntingar

23.12.2016 Nýtt bóluefni gegn ebólu vekur miklar vonir og samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í dag. Talið er að bóluefnið, sem enn er bara til í frumgerð, geti veitt 100% vörn gegn veirunni bannvænu. Meira »

Ebóluhjúkrunarfræðingur rannsakaður

13.9.2016 Aganefnd hjúkrunar- og ljósmæðraráðs Bretlands ætlar að kalla hjúkrunarfræðing sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne árið 2014 á teppið. Hjúkrunarfræðingurinn er sakaður um að hafa afvegaleitt lækna um heilsu sína þegar hún kom aftur til Bretlands. Meira »

Bað þá um að bora í höfuðið

15.5.2016 „Mér leið hræðilega – og ég sagði, ég get ekki haldið áfram. Leyfið mér að fara, ég er búin að fá nóg,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Pauline Cafferkey við starfsfólkið á sjúkrahúsinu þegar hún veiktist af ebólu. Munnur hennar var mjög bólginn og hún fann til í honum. Líkami hennar var einnig bólginn, hún var farin að sýna einkenni sem sjúklingar hennar í Síerra Leóne höfðu sýnt. Meira »

Nýtt tilfelli ebólu vekur ugg

2.4.2016 Yfirvöld í Líberíu hafa kallað eftir yfirvegaðri umræðu eftir að nýtt tilfelli sýkingar af ebóluveirunni greindist á fimmtudag, meira en tveimur mánuðum eftir að því var lýst yfir að faraldri hennar væri lokið í landinu. Meira »

Ebóla greind í Gíneu

18.3.2016 Tvö tilvik ebólu hafa verið greind í Gíneu en tæpir þrír mánuðir eru síðan endalokum faraldsins var fagnað þar í landi.  Meira »

Ebólufaraldri lokið

15.1.2016 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti formlega í gær að ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku væri lokið. Nær 29.000 manns smituðust af sjúkdómnum á tveimur árum og vitað er um 11.315 dauðsföll af völdum hans. Meira »

Pútín tilkynnir bóluefni gegn ebólu

13.1.2016 Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa hafa þróað bóluefni gegn ebólu, sem hefur dregið þúsundir til dauða í vesturhluta Afríku. Það var fréttastofan RIA Novosti sem hafði fregnirnar eftir forsetanum en engar upplýsingar voru gefnar um efnið; hvorki nafn, hvernig það virkaði né hver framleiðandinn væri. Meira »

Ebóla greind í Líberíu

20.11.2015 Þrír meðlimir sömu fjölskyldu í Líberíu hafa greinst með ebólu, tveimur mánuðum eftir að landið var lýst ebólulaust í annað sinn. Tilfellin voru staðfest eftir að 15 ára drengur með ebólueinkenni; hita, slappleika og blæðingar, var lagður inn á sjúkrahús í Monróvíu Meira »

Síerra Leóne laust við ebólu

7.11.2015 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur lýst því formlega yfir að ebólufaraldurinn herji ekki lengur á Afríkuríkið Síerra Leóne. Þúsundir komu saman í Freetown, höfuðborg landsins, á miðnætti til að fagna þessu. Þá höfðu liðið 42 dagar frá því ebóla greindist síðast í landinu. Meira »

Ekki ebóla heldur heilahimnubólga

21.10.2015 Pauline Cafferkey, tæplega fertugur skoskur hjúkrunarfræðingur sem smitaðist ebólu í Síerra Lenóne í desember, smitaðist ekki aftur af ebólu heldur veiktist alvarlega af heilahimnubólgu. Meira »

Líðan ebólusjúklings batnar

20.10.2015 Líðan Pauline Cafferkey, sem greindist nýverið með ebólu í annað skiptið, fer batnandi en hún er í einangrun á sjúkrahúsi í Lundúnum. Meira »

Áhyggjur af ebólusmitandi sæði

17.10.2015 Rannsókn hefur sýnt fram á tilveru ebóluveiru í sæðisvökva karlmanna allt að níu mánuðum eftir að þeir sýndu upphaflega einkenni sjúkdómsins. Í annarri rannsókn var sýnt fram á smit frá karlmanni sem lifði af smit til konu sem hann hafði óvarin mök við hálfu ári eftir að hann sýndi fyrst einkenni. Meira »

Fárveik af ebólu í Lundúnum

9.10.2015 Skoskur hjúkrunarfræðingur, Pauline Cafferkey, sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne í desember, er fárveik en hún var greind með ebólu á nýjan leik í vikunni. Henni er haldið í einangrun á sjúkrahúsi í Lundúnum. Meira »

Greind aftur með ebólu

9.10.2015 Skoskur hjúkrunarfræðingur Pauline Cafferkey, sem greindist með ebólu í desember, er enn með smitið, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Glasgow. Ekki er talið að hún geti smitað. Meira »