Ebólufaraldurinn

Óttast útbreiðslu til annarra landa

23.5. Banvænn faraldur ebólu í Austur-Kongó gæti mögulega breiðst út víðar að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Stefnt er að því að bólusetja um 10 þúsund íbúa landsins á innan við mánuði. Meira »

Tilraunabólusetningar hefjast í dag

21.5. Heilsugæslustarfsmenn í Austur-Kongó munu í dag hefja tilraunabólusetningar vegna Ebólu-faraldurs sem brotist hefur út í austurhluta landsins. Meira »

Ebóla ekki alþjóðleg vá

19.5. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur birt niðurstöður neyðarfundar sem haldinn var í gær vegna ebólusmita í Lýðstjórn­ar­lýðveld­inu Kongó. Á fundinum var rætt um hvort skilgreina ætti ástandið sem alþjóðlega lýheilsuvá. Niðurstaða fundarins var að á þessu stigi uppfyllir ástandið ekki þær kröfur sem gerðar eru til þess að slíkri yfirlýsingu sé beitt. Meira »

Þrjú ný tilfelli staðfest

19.5. Þrjú ný tilfellu ebólu hafa verið staðfest í Austur-Kongó. Ebólufaraldur er tekinn að geisa í landinu. Grunur er um 43 smit að sögn yfirvalda og 21 hefur verið staðfest. Meira »

Neyðarfundur vegna ebólu í Kongó

18.5. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) heldur í dag neyðarfund vegna útbreiðslu ebólusmita í Kongó, en þar mun verða rætt hvort ástæða sé til þess að að skilgreina ástandið sem alþjóðlega lýðheilsuvá. Meira »

Ebóla greinist í borginni

17.5. Ebólu-faraldurinn sem nú hefur brotist út í Austur-Kongó er ekki lengur bundinn við dreifbýli. Heilbrigðisráðuneyti landsins hefur nú staðfest að fyrstu tilfellin í borginni Mbandaka hafi komið upp í byrjun maí. Borgin er miðstöð viðskipta og þaðan liggja vegir til höfuðborgarinnar Kinshasa. Meira »

18 látnir úr ebólu

13.5. Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, er kominn til Austur-Kongó til þess að kanna aðstæður vegna fregna um að ebóla hafi blossað upp í landinu að nýju. Meira »

Ebóla komin upp í Vestur-Kongó

12.5.2017 Orðið hefur vart við ebólu í Vestur-Kongó, samkvæmt tilkynningu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO, og hafa þrír látist af völdum veirunnar á undanförnum þremur vikum. Meira »

„Ofursmitarar“ dreifðu Ebóla-veirunni

13.2.2017 Flestir þeirra sem sýktust af Ebóla-veirunni, í faraldrinum sem hófst árið 2014 og reið yfir Vestur-Afríku, smituðust af völdum svokallaðra „ofursmitara“. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem birtar voru í dag. Meira »

Bóluefni vekur miklar væntingar

23.12.2016 Nýtt bóluefni gegn ebólu vekur miklar vonir og samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í dag. Talið er að bóluefnið, sem enn er bara til í frumgerð, geti veitt 100% vörn gegn veirunni bannvænu. Meira »

Ebóluhjúkrunarfræðingur rannsakaður

13.9.2016 Aganefnd hjúkrunar- og ljósmæðraráðs Bretlands ætlar að kalla hjúkrunarfræðing sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne árið 2014 á teppið. Hjúkrunarfræðingurinn er sakaður um að hafa afvegaleitt lækna um heilsu sína þegar hún kom aftur til Bretlands. Meira »

Bað þá um að bora í höfuðið

15.5.2016 „Mér leið hræðilega – og ég sagði, ég get ekki haldið áfram. Leyfið mér að fara, ég er búin að fá nóg,“ sagði hjúkrunarfræðingurinn Pauline Cafferkey við starfsfólkið á sjúkrahúsinu þegar hún veiktist af ebólu. Munnur hennar var mjög bólginn og hún fann til í honum. Líkami hennar var einnig bólginn, hún var farin að sýna einkenni sem sjúklingar hennar í Síerra Leóne höfðu sýnt. Meira »

Nýtt tilfelli ebólu vekur ugg

2.4.2016 Yfirvöld í Líberíu hafa kallað eftir yfirvegaðri umræðu eftir að nýtt tilfelli sýkingar af ebóluveirunni greindist á fimmtudag, meira en tveimur mánuðum eftir að því var lýst yfir að faraldri hennar væri lokið í landinu. Meira »

Ebóla greind í Gíneu

18.3.2016 Tvö tilvik ebólu hafa verið greind í Gíneu en tæpir þrír mánuðir eru síðan endalokum faraldsins var fagnað þar í landi.  Meira »

Ebólufaraldri lokið

15.1.2016 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti formlega í gær að ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku væri lokið. Nær 29.000 manns smituðust af sjúkdómnum á tveimur árum og vitað er um 11.315 dauðsföll af völdum hans. Meira »

Pútín tilkynnir bóluefni gegn ebólu

13.1.2016 Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir Rússa hafa þróað bóluefni gegn ebólu, sem hefur dregið þúsundir til dauða í vesturhluta Afríku. Það var fréttastofan RIA Novosti sem hafði fregnirnar eftir forsetanum en engar upplýsingar voru gefnar um efnið; hvorki nafn, hvernig það virkaði né hver framleiðandinn væri. Meira »

Ebóla greind í Líberíu

20.11.2015 Þrír meðlimir sömu fjölskyldu í Líberíu hafa greinst með ebólu, tveimur mánuðum eftir að landið var lýst ebólulaust í annað sinn. Tilfellin voru staðfest eftir að 15 ára drengur með ebólueinkenni; hita, slappleika og blæðingar, var lagður inn á sjúkrahús í Monróvíu Meira »

Síerra Leóne laust við ebólu

7.11.2015 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur lýst því formlega yfir að ebólufaraldurinn herji ekki lengur á Afríkuríkið Síerra Leóne. Þúsundir komu saman í Freetown, höfuðborg landsins, á miðnætti til að fagna þessu. Þá höfðu liðið 42 dagar frá því ebóla greindist síðast í landinu. Meira »

Ekki ebóla heldur heilahimnubólga

21.10.2015 Pauline Cafferkey, tæplega fertugur skoskur hjúkrunarfræðingur sem smitaðist ebólu í Síerra Lenóne í desember, smitaðist ekki aftur af ebólu heldur veiktist alvarlega af heilahimnubólgu. Meira »

Líðan ebólusjúklings batnar

20.10.2015 Líðan Pauline Cafferkey, sem greindist nýverið með ebólu í annað skiptið, fer batnandi en hún er í einangrun á sjúkrahúsi í Lundúnum. Meira »

Áhyggjur af ebólusmitandi sæði

17.10.2015 Rannsókn hefur sýnt fram á tilveru ebóluveiru í sæðisvökva karlmanna allt að níu mánuðum eftir að þeir sýndu upphaflega einkenni sjúkdómsins. Í annarri rannsókn var sýnt fram á smit frá karlmanni sem lifði af smit til konu sem hann hafði óvarin mök við hálfu ári eftir að hann sýndi fyrst einkenni. Meira »

Fárveik af ebólu í Lundúnum

9.10.2015 Skoskur hjúkrunarfræðingur, Pauline Cafferkey, sem smitaðist af ebólu í Síerra Leóne í desember, er fárveik en hún var greind með ebólu á nýjan leik í vikunni. Henni er haldið í einangrun á sjúkrahúsi í Lundúnum. Meira »

Greind aftur með ebólu

9.10.2015 Skoskur hjúkrunarfræðingur Pauline Cafferkey, sem greindist með ebólu í desember, er enn með smitið, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Glasgow. Ekki er talið að hún geti smitað. Meira »

Bær í sóttkví vegna ebólu

4.9.2015 Tæplega þúsund manna bær hefur verið settur í sóttkví í Sierra Leone vegna andláts 67 ára gamallar konu sem reyndist smituð af ebólu. Meira »

Skoða að grípa til refsiaðgerða

25.8.2015 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur tilkynnt að til standi að skoða hvernig beita megi viðskiptaþvingunum til að refsa þeim ríkjum sem fara ekki eftir alþjóðlegum heilbrigðisreglugerðum. Tilefnið eru mistæk viðbrögð vegna ebólufaraldursins. Meira »

Síðasti ebólusjúklingurinn úskrifaður

24.8.2015 Síðasti þekkti ebólusjúklingurinn í Sierra Leone var útskrifaður af sjúkrahúsi í borginni Makeni í dag. Ernest Bai Koroma, forseti landsins, sagði að útskrift viðkomandi markaði upphafið á endinum fyrir sjúkdóminn í landinu. Meira »

Veitir 100% vernd gegn ebólu

31.7.2015 Bóluefni gegn hinni banvænu veiru, ebólu, veitir fólki 100% vernd og gæti breytt með öllu meðferð sjúkdómsins í framtíðinni. Þetta hafa frumrannsóknir á bóluefninu leitt í ljós. Meira »

Ebóla finnst enn í Líberíu

30.6.2015 Nýtt tilfelli af ebólu hefur greinst í Líberíu en sex vikur eru síðan því var lýst yfir að hana væri ekki lengur að finna í landinu Meira »

Ebóla skýtur aftur upp kollinum

24.6.2015 Höfuðborgin Freetown í Síerra Leóne er enn orðinn vettvangur ebólasmits en staðfest hefur verið að þrír einstaklingar, búsettir í fátækari hverfum borgarinnar, hafi greinst með sjúkdóminn. Meira »

13 milljarða neyðarsjóður

18.5.2015 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur ákveðið að setja á laggirnar 100 milljóna dala neyðarsjóð vegna óvissunnar sem ríkir í kjölfar ebólufaraldursins, en upphæðin samsvarar um 13 milljörðum króna. Meira »