Eldur í Hellisheiðarvirkjun

Lítið tjón í stöðvarhúsinu

í fyrradag Tjón vegna elds sem upp kom í Hellisheiðarvirkjun á föstudag er að mestu bundið við inntaksrými loftræstibúnaðar. Öflug brunahólfun kom í veg fyrir að eldur bærist í loftræsibúnaðinn sjálfan í aðliggjandi rými. Meira »

Ætla að loka þaki áður en veður versnar

13.1. Orkuvinnsla í Hellisheiðarvirkjun er óðum að komast í eðlilegt horf og viðgerðir á stöðvarhúsinu eru hafnar eftir að eldur kom upp í þaki virkjunarinnar í gærmorgun. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, segir nú unnið að því að loka þaki hússins áður en veður fer að versna. Meira »

Ekki útlit fyrir verulegt tjón

12.1. Betur fór en á horfðist eftir að eldur kom upp í loftræstibúnaði Hellisheiðarvirkjunar laust fyrir hádegi í dag. Slökkvistarfi er lokið en Brunavarnir Árnessýslu verða með vakt í nótt. Ekki er útlit fyrir að verulegt tjón hafi orðið á framleiðslubúnaði virkjunarinnar Meira »

Hellingsvinna eftir við erfiðar aðstæður

12.1. Slökkviliðsmenn eru komnir með stjórn á eldinum sem kom upp í Hellisheiðarvirkjun á tólfta tímanum. Haukur Grönli, aðstoðarslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir að þó sé mikil vinna framundan við að tryggja svæðið. Meira »

Hver er starfsemi Hellisheiðarvirkjunar?

12.1. Hellisheiðavirkjun er í eigu og rekstri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. Jarðhitasvæði virkjunarinnar er sunnan við Hengilinn, en virkjunin sjálf var gangsett árið 2006. Í stöðinni eru sjö rafvélar og ein varmavél. Meira »

Vettvangur rannsakaður í dag

13.1. Lögreglan á Suðurlandi var á vettvangi brunans í Hellisheiðarvirkjun í dag til að rannsaka eldsupptök auk þess sem starfsmenn Orku náttúrunnar unnu að því að koma í veg fyrir frekari skemmdir á húsinu. Meira »

Ekki komið upp eldur frá því um fjögur

13.1. „Við erum bara að bíða eftir að rannsóknarlögregla komi á staðinn og taki við svæðinu, en við teljum að búið sé að slökkva eldinn,“ segir Hauk­ur Grönli, aðstoðarslökkviliðsstjóri Bruna­varna Árnes­sýslu, sem staðið hefur vaktina í Hellisheiðarvirkjun ásamt öðrum slökkviliðsmönnum hjá Brunavörnum Árnessýslu. Meira »

Búið að slökkva eldinn

12.1. Búið er að slökkva eld sem kviknaði í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar fyrir hádegi í dag. Eldurinn kom upp í loftræstibúnaði virkjunarinnar. Reykkafarar eru nú að leita að glóðum sem kunna að leynast milli þilja. Meira »

Telja sig hafa náð tökum á eldinum

12.1. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Brunavarnir Árnessýslu telja sig hafa náð tökum á eldinum í Hellisheiðarvirkjun og reykkafarar eru að fara inn í bygginguna. Meira »

Mikill eldur í Hellisheiðarvirkjun

12.1. Mikill eldur er laus í Hellisheiðarvirkjun. Slökkviliðsbílar frá Þorlákshöfn, Hveragerði, Selfossi og höfuðborgarsvæðinu eru á staðnum. Eldurinn var nokkur og stóð, um tíma að minnsta kosti, uppúr þaki stöðvarhússins. Tveimur vélum til raforkuframleiðslu og einni varmavél hefur slegið út. Meira »