Fellibylur á Filippseyjum

Fann hundinn ári eftir fellibylinn

25.11.2014 Kona frá Filippseyjum hefur fundið hundinn sinn aftur, ári eftir að fellibylurinn Haiyan reið yfir eyjarnar. Rúmlega 7 þúsund manns létu lífið í hamförunum, fjölmargir misstu heimili sín og þá er margra saknað, bæði manna og dýra. Meira »

Fundu ástina í skugga fellibylsins

4.11.2014 Jovelyn Luana og Joel Aradana eru meðal þeirra sem munu kveikja á kertum við fjöldagröf þeirra sem fórust í fellibylnum Haiyan á Filippseyjum fyrir ári. Bæði misstu þau fjölskyldu sína í óveðrinu. Meira »

Vonum að þið hafið fundið fötin

6.2.2014 „Þegar ég kom leit landið mjög illa út,“ segir Hrönn Håkansson, sem sinnti grunnheilsugæslu við Balangiga í Filippseyjum í kjölfarið á því að fellibylurinn Yolanda gekk yfir eyjarnar, og bendir á að pálmatrjáaskógurinn sem var þar áður var nánast straujaður. Meira »

Líkunum ýtt út í sjóinn

6.2.2014 „Ég hitti varla manneskju sem hafði ekki að minnsta kosti lent í því að þakið fauk af,“ segir Elín Jónasdóttir. Elín starfaði sem sálfræðingur með neyðarsveit Alþjóða Rauða krossins með hópi sérfræðinga sem fengnir voru til að skipuleggja hjálparstarf í kjölfar hamfaranna þegar fellibylurinn Yolanda gekk yfir Filippseyjar. Meira »

Fangarnir beðnir að snúa aftur

6.2.2014 „Það fer eiginlega allt úr skorðum þegar svona hamfarir ganga yfir. Starfsfólk fangelsa fór til dæmis bara heim að sinna sínum og gekk út úr fangelsunum. Fangelsin voru því bara opnuð og föngunum sleppt,“ segir Orri Gunnarsson skipulagsfræðingur sem fór á vegum Rauða krossins til Filippseyja. Meira »

Auka aðstoð sína við Filippseyjar

8.1.2014 Norska ríkisstjórnin ákvað í morgun að auka framlag sitt til nauðstaddra íbúa á Filippseyjum um 50 milljónir norskra króna og er það nú 225 milljónir norskra króna sem jafngildir um 4,3 milljörðum íslenskra króna. Norðmenn eru meðal þeirra þjóða sem leggja mest fé til uppbyggingar í landinu eftir að fellibylurinn Haiyan reið þar yfir í nóvember. Meira »

Yfir þúsund líka enn ógreftruð

28.12.2013 Yfir þúsund fórnarlömb fellibylsins Haiyan liggja enn ógrafin á Filippseyjum. Sjö vikur eru liðnar síðan svæðið var lagt í rúst af þessum stærsta fellibyl sem mælst hefur. Íbúar á hamfarasvæðinu búa við megna rotnunarlykt frá líkunum. Meira »

Harðfiskur og konfekt á hamfarasvæði

25.12.2013 „Fólkið hérna er alveg ótrúlegt. Svo jákvætt, hörkuduglegt og brosmilt,“ segir Magna Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur Rauða krossins í tjaldsjúkrahúsi á hamfarasvæði Filippseyja. Þar eru jólin haldin mitt í eyðileggingunni eftir fellibylinn, en allt er á floti eftir rigningar síðustu daga. Meira »

Þakka Íslendingum fyrir með knúsi

17.12.2013 Filippseyingar á Íslandi vilja sýna þakklæti sitt í verki, fyrir þann samhug sem Íslendingar sýndu löndum þeirra í kjölfar hamfarafellibylsins Haiyan. Næstu daga ætla þeir að vera á Lækjartorgi og bjóða gestum og gangandi upp á faðmlag eða handaband og svo munu jafnvel fylgja kökur og smágjafir með. Meira »

Bieber söng fyrir börn á Filippseyjum

10.12.2013 Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber söng fyrir börn og unglinga í borginni Tacloban á Filippseyjum í gærkvöldi en mánuður er síðan borgin nánast þurrkaðist út er fellibylurinn Haiyan reið yfir. Meira »

117 milljarðar króna í neyðaraðstoð

9.12.2013 Alþjóðabankinn hefur ákveðið að veita 480 milljónum Bandaríkjadala til viðbótar í neyðaraðstoð á Filippseyjum. Alls hefur Alþjóðabankinn sett um einn milljarð dala í neyðaraðstoð á Filippseyjum eftir að fellibylurinn Haiyan kostaði yfir 5.200 manns lífið í síðasta mánuði. Meira »

Sex Íslendingar til Filippseyja

7.12.2013 Kallað hefur verið eftir sex sérfræðingum á vegum Rauða kross Íslands til hjálparstarfa á Filippseyjum í kjölfar hamfaranna sem gengu yfir landið í byrjun síðasta mánaðar. Meira »

Bólusetningar hafnar á Filippseyjum

28.11.2013 Börn í Tacloban, borginni þar sem fellibylurinn Haiyan olli hvað mestri eyðileggingu, fengu í gær bólusetningu gegn mislingum og mænusótt. Þar með er fyrsti hluti bólusetningarherferðar á vegum filippseyskra stjórnvalda, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og UNICEF, hafinn. Meira »

Draumahúsið rústir einar

26.11.2013 „Ég varði heilu ári í að byggja þetta hús. Yolanda eyðilagði það á aðeins fjórum klukkustundum,“ segir Rommel Garcia, sem er einn fjölda Filippseyinga sem búa erlendis og senda peninga til heimalandsins. Margir líta á þá sem þjóðhetjur og peningasendingarnar hafa reynst afar vel í náttúruhamförunum. Meira »

„Mér finnst ég vera að missa vitið“

25.11.2013 Rodico Basilides stendur við kross til minningar um fjölskyldu sína sem lést er fellibylurinn Haiyan gekk yfir Filippseyjar í byrjun mánaðarins. Hann er einn fjölmargra sem syrgja látna ástvini í kjölfar hamfaranna. Meira »

Óttast að yfir 7000 hafi látist

23.11.2013 Óttast er að tala látinna á Filippseyjum geti farið yfir 7.000 í dag. Rúmur hálfur mánuður er liðinn frá því fellibylurinn Haiyan, sem er einn öflugasti í sögunni, fór yfir miðhluta landsins. Sameinuðu þjóðirnar segja að enn ríki mikil neyð á svæðinu og að bágstaddir þurfi nauðsynlega hjálp. Meira »

Staðfest að 5.209 létust

22.11.2013 Yfirvöld á Filippseyjum segja að staðfest hafi verið að 5.209 hafi látist þegar fellibylurinn Haiyan reið yfir landið þann 8. nóvember. Enn er rúmlega 1.600 saknað. Meira »

Hægt að hringja frítt til Filippseyja

21.11.2013 Vodafone hefur ákveðið að öll símtöl úr farsímum á Íslandi til Filippseyja verði endurgjaldslaus frá miðnætti 20. nóvember til 10. desember nk. Meira »

1,7 milljón barna á vergangi

20.11.2013 Fjöldi barna á Filippseyjum sem er á vergangi hefur nú náð 1,7 milljón. Fjölskyldur flýja þau svæði sem verst urðu úti og leita að skjóli. Neyðin er sár og mikilvægt er að koma hjálp til fólks sem allra fyrst. Meira »

Senda sjúkraskip til Filippseyja

20.11.2013 Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að senda sérútbúið sjúkraskip til Filippseyja vegna hamfaranna sem urðu í landinu fyrr í þessum mánuði en ákvörðunin kemur í kjölfar mikillar gagnrýni á ráðamenn í Beijing fyrir að bregðast seint og illa við alþjóðlegu ákalli um aðstoð við Filippseyinga. Meira »

Reif beinagrindur upp úr gröfum

19.11.2013 Höfuðkúpur liggja ofan á legsteinum og hönd teygir sig upp úr gröf í kirkjugarði í austurhluta Filippseyja.  Meira »

Orri til Filippseyja í dag

19.11.2013 Orri Gunnarsson verkfræðingur heldur til Filippseyja í dag þar sem hann mun starfa með neyðarsveit Alþjóða Rauða krossins á Samareyjum. Meira »

600 þúsund án aðstoðar

19.11.2013 Um sex hundruð þúsund Filippseyingar sem urðu fyrir tjóni af völdum fellibylsins Haiyan hafa ekki fengið neina aðstoð, ellefu dögum eftir að hamfarirnar riðu yfir, samkvæmt upplýsingum frá World Food Programme. Meira »

„Hjálpið okkur - við þurfum mat“

18.11.2013 „Hjálpið okkur. Við þurfum mat“ stendur stórum stöfum rétt við afskekkt þorp á Filippseyjum. Þorpið er eitt þeirra sem hefur orðið skelfilega úti í fellibylnum Haiyan. Meira »

Aldan braut niður hús á örskömmum tíma

18.11.2013 Margar myndir hafa verið sýndar af eyðileggingunni sem fellibylurinn Haiyan olli þegar hann gekk yfir Filippseyjar 8. nóvember. Fáar myndir hafa hins vegar verið birtar af því sem gekk á þegar Haiyan fór yfir eyjarnar. Þær eru þó til eins og þessar myndir sýna. Meira »

Fjáröflun gekk vonum framar

17.11.2013 Filippseyingar búsettir á Íslandi buðu upp á hlaðborð af filippseyskum mat til styrktar hjálparstarfinu á Filippseyjum á veitingastaðnum Bambus í Borgartúni í dag. Alur ágóðinn rann í neyðarsöfnun UNICEF. Skipuleggjendur hlaðborðsins segja að 664.370 krónur hafi safnast. Meira »

Báðu guð um vonarneista

17.11.2013 Syrgjandi eftirlifendur fellibylsins Haiyan á Filippseyjum leituðu huggunar í messum víðs vegar um landið í dag. Flestir Filippseyingar eru kaþólskir. Meira »

„Hún getur ekki andað sjálf“

17.11.2013 Althea Mustacisa fæddist fyrir fjórum dögum á Filippseyjum, skömmu eftir að ofurbylurinn Haiyan gekk á land. Hún berst fyrir lífi sínu dag hvern. Meira »

Orri fer til Filippseyja

16.11.2013 Þrettán alþjóðlegar neyðarsveitir Rauða krossins hafa verið kallaðar til hjálparstarfa í kjölfar fellibylsins á Filippseyjum. Íslenskur sendifulltrúi verður í hópi fyrstu alþjóðlegu hjálparstarfsmanna á vettvangi, Orri Gunnarsson verkfræðingur. Meira »

Með hrísgrjón og kerti í kassa myndasyrpa

16.11.2013 Á sama tíma og þúsundir yfirgefa eyðilegginguna eftir að ofurfellibylurinn Haiyan reið yfir Filippseyjar, streyma farþegar til eyjanna. Þetta er ekki aðeins þrautþjálfað björgunarfólk, heldur reyna ættingjar nú að komast til skyldmenna sinna. Meira »