Refsiaðgerðir Rússa

Refsiaðgerðir gegn Íslandi framlengdar

6.7.2017 Í samræmi við tilskipun Vladímír Pútín, forseta Rússlands, hefur ríkisstjórn Rússa framlengt innflutningsbann á ákveðnum tegundum matvæla frá ríkjum sem hafa sett viðskiptabann á Rússland. Með þessu eru refsiaðgerðir Rússa gegn meðal annars Íslandi framlengdar til loka ársins 2018. Meira »

Minnast látins vinnufélaga

12.8.2016 „Við ákváðum fjögur að mynda sveit og hlaupum til minningar um Harald Pál Bjarkason sem var vinnufélagi okkar og lést fyrir aldur fram úr hjartaáfalli,“ segir hlaupagarpurinn Sigmundur Stefánsson. Boðsveitin Jötunn ætlar að hlaupa 42 km í Reykjavíkurmaraþoninu til minningar um látinn vinnufélaga. Meira »

Verði að framlengja aðgerðirnar

1.6.2016 Evrópusambandið verður að framlengja refsiaðgerðir sínar gegn Rússum í þessum mánuði. Ástæðan er sú að deilan í Úkraínu er langt frá því að vera leyst. Þetta segir nýr Evrópuráðherra Úkraínu. Meira »

Vill framlengja innflutningsbannið

28.5.2016 Rússnesk stjórnvöld gætu framlengt innflutningsbann á matvælum frá Vesturlöndum, þar á meðal Íslandi, til loka árs 2017, að sögn Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands. Vilji hans stendur til þess. Meira »

Vaxandi andstaða við refsiaðgerðir

26.5.2016 Evrópusambandið stendur frammi fyrir erfiðum viðræðum um framlengingu á refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna vaxandi andstöðu við þær á meðal ríkja sambandsins. Þetta viðurkenndu þýsk stjórnvöld í dag samkvæmt frétt AFP. Meira »

Aðstoða Vopnafjörð vegna Rússabanns

11.4.2016 HB Grandi, Byggðastofnun og atvinnuvegaráðuneytið eru að vinna með Vopnfirðingum að úrlausn afleiðinga innflutningsbanns Rússa á íslenskar sjávarafurðir, sem og vegna minni loðnuveiða. HB Grandi er meðal annars að útbúa aðstöðu til bolfiskvinnslu. Meira »

Samstaða gegn Rússum mikilvæg

9.2.2016 Fulltrúar Íslands á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins í morgun lögðu áherslu á að mikilvægt væri að senda Rússum skýr skilaboð um samstöðu ríkjanna sem ættu aðild að aðgerðunum með því að draga úr skaða vegna gagnaðgerða Rússa. Meira »

„Ætlar ráðherra með reikninginn?“

4.2.2016 Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að því í dag hvort ákvörðunar væri að vænta varðandi stuðning við smærri byggðarlögin í landinu vegna innflutningsbanns Rússa á íslenskar sjávarafurðir. Meira »

Viðskiptabanni jafnvel aflétt í sumar

24.1.2016 Frakkar vonast til þess að hægt verði að aflétta viðskiptabanni Evrópusambandsins og fleiri ríkja gagnvart Rússlandi vegna Úkraínudeilunnar í sumar. Þetta kom fram í máli ráðherra efnahagsmála, Emmanuel Macron, í kvöld. Meira »

Deildu um styrki frá útgerðarfélögum

20.1.2016 Til talsverðra umræðna kom á Alþingi i dag í kjölfar þess að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega þau ummæli Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata, í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að þingmenn sem töluðu gegn þátttöku Íslands í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi hefðu margir þegið háar fjárhæðir frá útgerðarfyrirtækjum í prófkjörum. Meira »

Lækkar tekjur 120 manns í Neskaupstað

19.1.2016 Viðskiptabann Rússlands á íslensk fyrirtæki hefur mikil áhrif á starfsmenn Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Þannig hafa tekjur dregist töluvert saman hjá 80 starfsmönnum í landi og 40 sjómönnum. Þetta segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Meira »

Áhrif þvingana eru gríðarleg

17.1.2016 „Það er engin óeining um það - ekkert okkar er ánægt með þá stöðu sem nú er komin,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Meira »

Bannið „ekkert smáhögg“

14.1.2016 „Það blasir við að stjórnvöld hefðu átt að skoða áhrif aðgerðanna á fólk og fyrirtæki áður en farið var út í aðgerðir gegn Rússum. Rússabannið er ekkert smáhögg fyrir lítið samfélag eins og hér á Vopnafirði,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri á Vopnafirði. Meira »

Lítil áhrif refsiaðgerðanna á Rússa

13.1.2016 Refsiaðgerðir vestrænna ríkja munu hafa lítil áhrif á efnahag Rússlands í ár eftir að haft töluverð áhrif í fyrra. Hins vegar munu langtímaáhrifin verða meiri. Meira »

Myndi skaða orðspor Íslands

12.1.2016 Að rjúfa samstöðu vestrænna ríkja teldist meiriháttar frávik frá utanríkisstefnu Íslands og væri ábyrgðarhluti sem kallaði, í besta falli, á gagnrýnar spurningar vinaþjóða um vegferð íslenskra stjórnvalda í alþjóðasamskiptum. Þá myndi orðspor Íslands sem traust bandalagsríki bíða hnekki. Meira »

Stendur við orð sín

12.1.2016 Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segist standa í grundvallaratriðum við orð sem hann lét falla um helgina varðandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. En honum þyki leitt hafi gætt ónákvæmni í framsetningu hans. Meira »

Höfðu samráð við hagsmunaaðila

11.1.2016 Rangt er að stjórnvöld hafi ekki haft samráð við hagsmunaaðila áður en tekin var formleg ákvörðun um stuðning Íslands við þvingunaraðgerður vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »

Með efasemdir um viðskiptaþvinganir

10.1.2016 „Við erum auðvitað bara með táknrænan stuðning við vestrænar þjóðir í þessu,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni spurður um viðskiptaþvinganir Rússlands gagnvart Íslandi. Meira »

Skiptir ekki um skoðun

7.1.2016 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segist ekki ætla að skipta skoðun og hætta þátttöku í refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna Úkraínudeilunnar. Meira »

Eiga ekki einir að bera hitann

23.12.2015 Þrátt fyrir að Íslandi beri að standa með bandalagsþjóðum sínum er ekki forsvaranlegt að gífurlegur kostnaður af viðskiptabanni á Rússland leggist nánast alfarið á eina atvinnugrein án þess að gripið sé til nokkurra mótvægisaðgerða til að lágmarka tjónið. Meira »

Fullkomlega eðlilegt að fara varlega

23.12.2015 „Það er fullkomlega eðlilegt að farið sé varlega í yfirlýsingar,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Tilefnið eru fréttir þess efnis að samráðherrar Gunnars Braga séu ósáttir við afdráttarlausar yfirlýsingar hans um stuðning við áframhaldandi viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi. Meira »

Fresta umræðu um refsiaðgerðir

10.12.2015 Sendiherrar aðildarríkja Evrópusambandsins, 28 talsins, fjölluðu ekki um refsiaðgerðir gagnvar Rússum á fundi sínum í gær líkt og búist var við. Til stóð að samþykkja án umræðu framlengingu refsiaðgerðanna en ítölsk yfirvöld komu í veg fyrir það. Meira »

Vilja að stjórnvöld endurmeti afstöðu sína

4.10.2015 Samtök sveitarfélaga á Austurlandi lýsa þungum áhyggjum af viðskiptabanni Rússlands á íslenskar sjávarafurðir.   Meira »

Telja orð Medvedevs kurteisishjal

17.9.2015 Eftir að Dimítrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, lagði til við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, á símafundi 14. ágúst sl. að löndin réðust í sameiginlegt átak hafa stjórnvöld og fulltrúar frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) reynt að fá botn í hvað Medvedev átti við. Meira »

Gagnrýnir viðskiptabannið harðlega

16.9.2015 Sigríður A. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi harðlega viðskiptabann Rússa gegn Vesturlöndum á haustfundi þings Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu í dag. Meira »

Hefur mikil áhrif á tíu byggðarlög

16.9.2015 Tíu byggðarlög verða fyrir miklum áhrifum vegna viðskiptabanns Rússa að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar um áhrif bannsins á íslenskar sjávarafurðir. Meira »

Finna þurfti pláss fyrir Hönnu Birnu

10.9.2015 Sjálfstæðisflokkurinn taldi skynsamlegast að færa Birgi Ármannsson, þingmann flokksins, úr utanríkismálanefnd í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar finna þurfti pláss fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í einni af nefndum Alþingis. Meira »

Sérfræðingar funda við fyrsta tækifæri

8.9.2015 Í framhaldi af símafundi Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, og Frederica Mogherini, utanríkismálastjóra ESB, funduðu embættismenn með fulltrúum utanríkisþjónustu Evrópusambandsins í dag um þá stöðu sem upp er komin á Íslandi í kjölfar hefndaraðgerða Rússa. Meira »

Ítrekaði stuðning við þvingunaraðgerðir

3.9.2015 Flóttamannavandinn, loftslagsmál, samskipti við Rússland og þróun mála í Úkraínu voru meðal þess sem rætt var á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn í gær og í dag. Meira »

Funda með ESB í september

28.8.2015 Stefnt er að því að viðræður á milli íslenskra stjórnvalda og Evrópusambandsins um mögulegar tollalækkanir sambandsins fyrir íslenskar sjávarafurðir hefjist 8. september að sögn Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Meira »