Rohingjar á flótta

Rannsaka glæpi gegn rohingjum

18:50 Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn hefur hafið bráðabirgðarannsókn á ásökunum um að stjórnvöld í Búrma (Mijanmar) hafi flutt rohingja með valdi yfir til Bangladess. Meira »

Varði ákvörðun um að fangelsa fréttamenn

13.9. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, varði í dag þá ákvörðun að fangelsa tvo fréttamenn Reuters í landinu en þeir voru þangað komnir til að afla frétta um róhinjga sem sætt hafa ofbeldi af hálfu hersins. Meira »

Vill nýtt „kerfi“ fyrir Búrma

10.9. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatt í dag til þess að nýju „kerfi“ yrði komið á fót til að undirbúa ákærur vegna mannréttindabrota í Búrma (Mijanmar), en búrmíski herinn hefur verið sakaður um þjóðarmorð á minnihlutahópi rohingja-múslima í Rakhine héraði. Meira »

Blaðamenn Reuters í sjö ára fangelsi

3.9. Tveir blaðamenn Reuters, sem voru sakaðir um að hafa brotið lög er varða ríkisleyndarmál í Búrma (Mjanmar) með því að greina frá fjöldamorði á Rohingjum í landinu, hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi. Meira »

Réttlæta rohingja-deilu með fölsuðum myndum

31.8. Falsaðar ljósmyndir eru notaðar til að endurrita sögu rohingja-deilunnar í Búrma (Mijanmar) í bók sem áróðursdeild búrmíska hersins gaf nýlega út. Þar eru m.a. notaðar ljósmyndir frá Tansaníu og Bangladess og þær sagðir sýna flutninga rohingja-múslima til Búrma. Meira »

Suu Kyi hefði átt að segja af sér

30.8. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, hefði átt að segja af sér embætti í kjölfar ofbeldisaðgerða búrmíska hersins gegn rohingjum í Rakhine-héraði á síðasta ári. Þetta segir Zeid Ra'ad al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Hafna niðurstöðu SÞ

29.8. Stjórnvöld í Búrma hafna niðurstöðu rannsóknar nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um að aðgerðir hersins gagnvart rohingjum séu þjóðarmorð. Skýrslan var kynnt fyrr í vikunni og eru þetta fyrstu viðbrögð stjórnvalda við henni. Meira »

Eiga að sæta ákæru fyrir þjóðarmorð

27.8. Rannsaka þarf æðstu ráðamenn búrmíska hersins vegna þjóðarmorðs í Rakhine-héraði og fyrir glæpi gegn mannkyninu á öðrum svæðum. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem byggir á hundruðum viðtala og er harðasta fordæming samtakanna á ofbeldinu gegn rohingjum til þessa. Meira »

Dómsuppkvaðningu frestað um viku

27.8. Dómstóll í Búrma frestaði í dag dómsuppkvaðningu yfir tveimur fréttamönnum Reuters sem sakaðir eru um að hafa brotið lög er varða ríkisleyndarmál með umfjöllunum um fjöldamorð á rohingjum í landinu. Meira »

„Það var skelfing í augunum á fólki“

26.8. „Það er alveg jafnsárt fyrir þetta fólk að missa heimilið sitt eins og okkur. Það er ekkert auðveldara fyrir þetta fólk að missa nána ættingja eða vera í óvissu um afdrif þeirra heldur en okkur. Þessar konur gráta alveg jafnmikið yfir því að missa börnin sín.“ Meira »

„Það var hermaður sem skaut mig“

22.8. Mohammad Sikander fann fyrir miklum sársauka er kúla úr byssu búrmíska hermannsins lenti í öxl hans. Sikander er í hópi þeirra hundraða þúsunda rohingja sem flúðu Búrma (Mjanmar) eftir að búrmíski herinn hóf aðgerðir sínar í Rakhine-héraði í fyrra. Meira »

Báru logandi kerti að kynfærum

27.6. Logandi kerti borin af kynfærum. Vatnspyntingar. Hótanir um nauðganir. Barsmíðar. Þetta er meðal þeirra ásakana á hendur yfirmönnum í her Búrma sem Amnesty International greinir frá í nýrri skýrslu um meðferðina á rohingjum. Meira »

Rohingjar sakaðir um fjöldadráp

23.5. Uppreisnarmenn úr minnihlutahópi rohingja múslima myrtu íbúa í þorpum hindúa í Rakhine-héraði í Búrma á sama tíma og búrmíski herinn hóf herferð sína gegn rohingjum í landinu. Þetta kemur fram í skýrslu sem mannréttindasamtökin Amnesty International birtu í dag. Meira »

Henti sér út úr rútu á ferð

22.5. Flóttamaður frá Búrma lést í dag eftir að hafa stokkið út úr rútu á afskekktri eyju í Papúa Nýju-Gíneu, fimm árum eftir að áströlsk yfirvöld sendu hann til eyjunnar. Flóttamaðurinn er úr hópi rohingja en þeir hafa í þúsundavís flúið Búrma síðustu mánuði og ár. Meira »

Búa sig undir fæðingu barna sem verða yfirgefin

1.5. Hjálparsamtök búa sig undir að á næstunni komi í heiminn fjöldi barna sem komi til með að verða yfirgefin af mæðrum sínum eftir fæðingu. Börn sem komu undir þegar mæðrum þeirra var nauðgað af hermönnum. Meira »

Sendinefnd heyrði sögur rohingja

29.4. Sendinefnd frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna heimsótti flóttamenn úr hópi rohingja á svæði sem er á milli Bangladess og heimalands þeirra Búrma í dag. Meira »

„Gleðin úr augunum er farin“

15.4. „Maður finnur þakklætið en líka tómleikann hjá mörgum. Það er eins og allt sé farið. Gleðin úr augunum er farin. En það er hægt að hjálpa þessu fólki og það er það sem við erum að gera. Við hjá Rauða krossinum erum að bjarga mannslífum á hverjum einasta degi,“ segir Ruth Sigurðardóttir. Meira »

Á reki við illan leik í 20 daga

6.4. Fimm rohingjum sem voru á reki í litlum báti í tæpar þrjár vikur var bjargað af indónesískum sjómönnum. Nokkrir rohingjanna sem voru um borð létust áður en að björgun kom. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segist slegin yfir málinu. Meira »

Forseti Búrma segir af sér

21.3. Htin Kyaw, forseti Búrma, hefur sagt af sér. Kyaw hefur verið hægri hönd raunverulegs leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, og setið á forsetastóli í tvö ár. Meira »

Suu Kyi hætti við að flytja ræðu

20.3. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, hætti við að flytja ræðu í Sydney í Ástralíu vegna veikinda, að því er aðstandendur viðburðarins segja. Meira »

Vill rannsókn á stríðsglæpi gegn rohingjum

7.3. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag til þess að sérstök nefnd yrði sett á fót til að undirbúa glæpaákæru á hendur Búrma (Mijanmar) fyrir þau voðaverk sem framin hafa verið gegn rohingjum í landinu. Meira »

Viljandi sveltir í Búrma

6.3. Yfirvöld í Búrma hafa haldið þjóðernishreinsunum sínum á rohingjum í Rakhine-ríki áfram að því er mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir. Þetta er niðurstaða sendinefndar stofnunarinnar sem rannsakað hefur ástandið. Meira »

Hvetja Suu Kyi til þess að vakna

26.2. Þrír friðarverðlaunahafar Nóbels hvöttu Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma til þess að tjá sig um ofbeldið gagnvart rohingjum og tala gegn því. Að öðrum kosti eigi hún á hættu saksókn fyrir þjóðarmorð. Meira »

Snúi aftur eða sæti afleiðingunum

12.2. Ráðherra í ríkisstjórn Búrma (Mijanmar) sagði rohingja-flóttamönnum sem hafast við á einskismanns landi á landamærum Búrma og Bangladess að þeir eigi að taka boði stjórnvalda að snúa aftur til Búrma, eða sæta „afleiðingum“ þess að vera þarna áfram. Meira »

Söfnuðu milljón fyrir rohingja

7.2. Kaffitár afhenti Rauða krossi Íslands söfnunarfé eina milljón króna sem safnaðist við sölu á hátíðarkaffi fyrir jólin. Hundrað krónur af hverjum seldum kaffipoka rann í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi handa rohingjum á flótta í Búrma. Meira »

Neita tilvist fjöldagrafa í Búrma

3.2. Yfirvöld í Búrma neita fréttum um að í Rakhine-ríki, þar sem rohingjar búa, sé að finna fimm fjöldagrafir. Þau segja hins vegar að nítján „hryðjuverkamenn“ hafi verið drepnir og grafnir á svæðinu. Meira »

Duterte segir mannréttindasinna hávaðalið

26.1. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, fékk aðstoð úr óvæntri átt, er hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, kom henni til varnar. Suu Kyi hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarna mánuði vegna ofsókna sem rohingjar hafa sætti í landinu. Meira »

Suu Kyi ekki siðferðilegur leiðtogi

25.1. Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma, skortir „siðferðilega leiðtogahæfni“ í rohingja-deilunni, segir bandaríski diplómatinn Bill Richardson sem hefur sagt sig úr nefnd um málefni rohingja. Hann segir nefndina hugsaða til hvítþvottar, en hann hefur verið vinur Suu Kyi um áratugaskeið. Meira »

Tafir á flutningum rohingja

23.1. Stjórnvöld í Búrma kenna Bangladessum um tafir á áætlunum um að flytja rohingja úr flóttamannabúðum í Bangladess og til Rakhine-héraðs í Búrma. Áætlunin gerði ráð fyrir að fólksflutningurinn myndi hefjast í þessari viku. Meira »

Rohingjar mótmæla flutningi til Búrma

19.1. Hundruð rohingja mótmæltu í Bangladess í dag áætlunum yfirvalda í landinu um að senda þá aftur til Búrma (Mijanmar). Rohingjar eru minnihlutahópur múslima í Búrma, sem sættu ofsóknum í heimalandinu og hafa því flúið í þúsundavís til nágrannalandsins Bangladess, aðallega á seinni hluta síðasta árs. Meira »