Rohingjar á flótta

Herforingjarnir útilokaðir frá Bandaríkjunum

17.7. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að beita þvingunaraðgerðum gegn yfirmanni herafla Búrma og þremur öðrum háttsettum embættismönnum vegna mannréttindabrota hersins gegn róhingjum. Meira »

Lausir úr fangelsi eftir morð

27.5. Sjö hermenn sem voru dæmdir í 10 ára fangelsi fyrir að myrða 10 rohingja í Búrma (Mjan­mar) árið 2018 hafa verið látnir lausir úr fangelsi. Þeir myrtu bæði fullorðna menn og drengi. Blaðamennirnir sem greindu frá morðunum voru einnig dæmdir til fangelsisvistar og hlutu þeir sjö ára dóm. Meira »

Blaðamenn Reuters í Búrma látnir lausir

7.5. Tveir blaðamenn Reuters-fréttaveitunnar sem hafa verið í haldi í Búrma (Mijanmar) í hátt á annað ár fyrir fréttaflutning sinn af rohingja-deilunni hafa nú verið látnir lausir, eftir að hafa verið náðaðir af forseta landsins. Meira »

Dómur yfir fréttamönnum staðfestur

11.1. Tveir fréttamenn Reuters, sem voru dæmdir í sjö ára fangelsi í undirrétti í Búrma fyrir að hafa brotið lög er varða rík­is­leynd­ar­mál með því að greina frá fjölda­morði á rohingj­um í land­inu, töpuðu málinu fyrir áfrýjunardómstól í dag. Var dómur undirréttar staðfestur. Meira »

Svarar gagnrýni vegna ferðar til Búrma

12.12. Jack Dorsey, forstjóri og einn af stofnendum Twitter, hefur varið röð tísta sem hann skrifaði um ferðalag sitt til Búrma (Mijanmar) þar sem hann stundaði hugleiðslu. Meira »

Hundruð rohingja reyna að flýja

5.12. Fólksflótti frá Búrma er hafinn af miklum þunga á ný. Að minnsta kosti sex bátar með hundruð flóttamanna úr hópi rohingja innanborðs hafa siglt frá Búrma síðustu vikurnar. Bátarnir sigla yfir Andaman-haf í átt að Taílandi og Malasíu og er umfang fólksflóttans nú að nálgast það sem var er verst lét árið 2015. Meira »

Pence ávítti Suu Kyi

14.11. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fordæmdi meðferð búrmíska hersins á rohingja-múslimum á fundi sínum með Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma, í dag. Sagði Pence „ofsóknir“ hersins ekki eiga sér neina réttlætingu. Meira »

Suu Kyi svipt heiðursverðlaunum

12.11. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa svipt Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma (Mijanmar), æðstu viðurkenningu samtakanna vegna „afskiptaleysis“ í málefnum rohingja. Meira »

Lofar auknu gagnsæi vegna málefni rohingja

8.10. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma (Mijanmar), hét því í dag að auka gagnsæi varðandi það hvernig stjórnvöld í landinu taki á málefnum rohingja. Suu Kyi tilkynnti þetta í kjölfar leiðtogafundar Asíuríkja í Tókýó. Meira »

Lýsa aðgerðum hersins sem þjóðarmorði

20.9. Kanadíska þingið samþykkti einróma í dag að lýsa aðgerðum búrmíska hersins gegn rohingjum í Rakhine-héraði Búrma (Mijanmar) sem „þjóðarmorði“. „Ég vil leggja áherslu á hversu átakanlegir, hversu hryllilegir glæpirnir gegn rohingjum eru,“ sagði Chrystia Freeland, utanríkisráðherra Kanada. Meira »

Rannsaka glæpi gegn rohingjum

18.9. Alþjóðastríðsglæpadómstóllinn hefur hafið bráðabirgðarannsókn á ásökunum um að stjórnvöld í Búrma (Mijanmar) hafi flutt rohingja með valdi yfir til Bangladess. Meira »

Varði ákvörðun um að fangelsa fréttamenn

13.9. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, varði í dag þá ákvörðun að fangelsa tvo fréttamenn Reuters í landinu en þeir voru þangað komnir til að afla frétta um róhinjga sem sætt hafa ofbeldi af hálfu hersins. Meira »

Vill nýtt „kerfi“ fyrir Búrma

10.9. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatt í dag til þess að nýju „kerfi“ yrði komið á fót til að undirbúa ákærur vegna mannréttindabrota í Búrma (Mijanmar), en búrmíski herinn hefur verið sakaður um þjóðarmorð á minnihlutahópi rohingja-múslima í Rakhine héraði. Meira »

Blaðamenn Reuters í sjö ára fangelsi

3.9. Tveir blaðamenn Reuters, sem voru sakaðir um að hafa brotið lög er varða ríkisleyndarmál í Búrma (Mjanmar) með því að greina frá fjöldamorði á Rohingjum í landinu, hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi. Meira »

Réttlæta rohingja-deilu með fölsuðum myndum

31.8. Falsaðar ljósmyndir eru notaðar til að endurrita sögu rohingja-deilunnar í Búrma (Mijanmar) í bók sem áróðursdeild búrmíska hersins gaf nýlega út. Þar eru m.a. notaðar ljósmyndir frá Tansaníu og Bangladess og þær sagðir sýna flutninga rohingja-múslima til Búrma. Meira »

Suu Kyi hefði átt að segja af sér

30.8. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, hefði átt að segja af sér embætti í kjölfar ofbeldisaðgerða búrmíska hersins gegn rohingjum í Rakhine-héraði á síðasta ári. Þetta segir Zeid Ra'ad al Hussein, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Hafna niðurstöðu SÞ

29.8. Stjórnvöld í Búrma hafna niðurstöðu rannsóknar nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um að aðgerðir hersins gagnvart rohingjum séu þjóðarmorð. Skýrslan var kynnt fyrr í vikunni og eru þetta fyrstu viðbrögð stjórnvalda við henni. Meira »

Eiga að sæta ákæru fyrir þjóðarmorð

27.8. Rannsaka þarf æðstu ráðamenn búrmíska hersins vegna þjóðarmorðs í Rakhine-héraði og fyrir glæpi gegn mannkyninu á öðrum svæðum. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna, sem byggir á hundruðum viðtala og er harðasta fordæming samtakanna á ofbeldinu gegn rohingjum til þessa. Meira »

Dómsuppkvaðningu frestað um viku

27.8. Dómstóll í Búrma frestaði í dag dómsuppkvaðningu yfir tveimur fréttamönnum Reuters sem sakaðir eru um að hafa brotið lög er varða ríkisleyndarmál með umfjöllunum um fjöldamorð á rohingjum í landinu. Meira »

„Það var skelfing í augunum á fólki“

26.8. „Það er alveg jafnsárt fyrir þetta fólk að missa heimilið sitt eins og okkur. Það er ekkert auðveldara fyrir þetta fólk að missa nána ættingja eða vera í óvissu um afdrif þeirra heldur en okkur. Þessar konur gráta alveg jafnmikið yfir því að missa börnin sín.“ Meira »

„Það var hermaður sem skaut mig“

22.8. Mohammad Sikander fann fyrir miklum sársauka er kúla úr byssu búrmíska hermannsins lenti í öxl hans. Sikander er í hópi þeirra hundraða þúsunda rohingja sem flúðu Búrma (Mjanmar) eftir að búrmíski herinn hóf aðgerðir sínar í Rakhine-héraði í fyrra. Meira »

Báru logandi kerti að kynfærum

27.6.2018 Logandi kerti borin af kynfærum. Vatnspyntingar. Hótanir um nauðganir. Barsmíðar. Þetta er meðal þeirra ásakana á hendur yfirmönnum í her Búrma sem Amnesty International greinir frá í nýrri skýrslu um meðferðina á rohingjum. Meira »

Rohingjar sakaðir um fjöldadráp

23.5.2018 Uppreisnarmenn úr minnihlutahópi rohingja múslima myrtu íbúa í þorpum hindúa í Rakhine-héraði í Búrma á sama tíma og búrmíski herinn hóf herferð sína gegn rohingjum í landinu. Þetta kemur fram í skýrslu sem mannréttindasamtökin Amnesty International birtu í dag. Meira »

Henti sér út úr rútu á ferð

22.5.2018 Flóttamaður frá Búrma lést í dag eftir að hafa stokkið út úr rútu á afskekktri eyju í Papúa Nýju-Gíneu, fimm árum eftir að áströlsk yfirvöld sendu hann til eyjunnar. Flóttamaðurinn er úr hópi rohingja en þeir hafa í þúsundavís flúið Búrma síðustu mánuði og ár. Meira »

Búa sig undir fæðingu barna sem verða yfirgefin

1.5.2018 Hjálparsamtök búa sig undir að á næstunni komi í heiminn fjöldi barna sem komi til með að verða yfirgefin af mæðrum sínum eftir fæðingu. Börn sem komu undir þegar mæðrum þeirra var nauðgað af hermönnum. Meira »

Sendinefnd heyrði sögur rohingja

29.4.2018 Sendinefnd frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna heimsótti flóttamenn úr hópi rohingja á svæði sem er á milli Bangladess og heimalands þeirra Búrma í dag. Meira »

„Gleðin úr augunum er farin“

15.4.2018 „Maður finnur þakklætið en líka tómleikann hjá mörgum. Það er eins og allt sé farið. Gleðin úr augunum er farin. En það er hægt að hjálpa þessu fólki og það er það sem við erum að gera. Við hjá Rauða krossinum erum að bjarga mannslífum á hverjum einasta degi,“ segir Ruth Sigurðardóttir. Meira »

Á reki við illan leik í 20 daga

6.4.2018 Fimm rohingjum sem voru á reki í litlum báti í tæpar þrjár vikur var bjargað af indónesískum sjómönnum. Nokkrir rohingjanna sem voru um borð létust áður en að björgun kom. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segist slegin yfir málinu. Meira »

Forseti Búrma segir af sér

21.3.2018 Htin Kyaw, forseti Búrma, hefur sagt af sér. Kyaw hefur verið hægri hönd raunverulegs leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, og setið á forsetastóli í tvö ár. Meira »

Suu Kyi hætti við að flytja ræðu

20.3.2018 Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, hætti við að flytja ræðu í Sydney í Ástralíu vegna veikinda, að því er aðstandendur viðburðarins segja. Meira »