Rohingjar á flótta

Forseti Búrma segir af sér

21.3. Htin Kyaw, forseti Búrma, hefur sagt af sér. Kyaw hefur verið hægri hönd raunverulegs leiðtoga landsins, Aung San Suu Kyi, og setið á forsetastóli í tvö ár. Meira »

Suu Kyi hætti við að flytja ræðu

20.3. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, hætti við að flytja ræðu í Sydney í Ástralíu vegna veikinda, að því er aðstandendur viðburðarins segja. Meira »

Vill rannsókn á stríðsglæpi gegn rohingjum

7.3. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag til þess að sérstök nefnd yrði sett á fót til að undirbúa glæpaákæru á hendur Búrma (Mijanmar) fyrir þau voðaverk sem framin hafa verið gegn rohingjum í landinu. Meira »

Viljandi sveltir í Búrma

6.3. Yfirvöld í Búrma hafa haldið þjóðernishreinsunum sínum á rohingjum í Rakhine-ríki áfram að því er mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir. Þetta er niðurstaða sendinefndar stofnunarinnar sem rannsakað hefur ástandið. Meira »

Hvetja Suu Kyi til þess að vakna

26.2. Þrír friðarverðlaunahafar Nóbels hvöttu Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma til þess að tjá sig um ofbeldið gagnvart rohingjum og tala gegn því. Að öðrum kosti eigi hún á hættu saksókn fyrir þjóðarmorð. Meira »

Snúi aftur eða sæti afleiðingunum

12.2. Ráðherra í ríkisstjórn Búrma (Mijanmar) sagði rohingja-flóttamönnum sem hafast við á einskismanns landi á landamærum Búrma og Bangladess að þeir eigi að taka boði stjórnvalda að snúa aftur til Búrma, eða sæta „afleiðingum“ þess að vera þarna áfram. Meira »

Söfnuðu milljón fyrir rohingja

7.2. Kaffitár afhenti Rauða krossi Íslands söfnunarfé eina milljón króna sem safnaðist við sölu á hátíðarkaffi fyrir jólin. Hundrað krónur af hverjum seldum kaffipoka rann í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi handa rohingjum á flótta í Búrma. Meira »

Neita tilvist fjöldagrafa í Búrma

3.2. Yfirvöld í Búrma neita fréttum um að í Rakhine-ríki, þar sem rohingjar búa, sé að finna fimm fjöldagrafir. Þau segja hins vegar að nítján „hryðjuverkamenn“ hafi verið drepnir og grafnir á svæðinu. Meira »

Duterte segir mannréttindasinna hávaðalið

26.1. Aung San Suu Kyi, leiðtogi Búrma, fékk aðstoð úr óvæntri átt, er hinn umdeildi forseti Filippseyja, Rodrigo Duterte, kom henni til varnar. Suu Kyi hefur sætt mikilli gagnrýni undanfarna mánuði vegna ofsókna sem rohingjar hafa sætti í landinu. Meira »

Suu Kyi ekki siðferðilegur leiðtogi

25.1. Aung San Suu Kyi, leiðtoga Búrma, skortir „siðferðilega leiðtogahæfni“ í rohingja-deilunni, segir bandaríski diplómatinn Bill Richardson sem hefur sagt sig úr nefnd um málefni rohingja. Hann segir nefndina hugsaða til hvítþvottar, en hann hefur verið vinur Suu Kyi um áratugaskeið. Meira »

Tafir á flutningum rohingja

23.1. Stjórnvöld í Búrma kenna Bangladessum um tafir á áætlunum um að flytja rohingja úr flóttamannabúðum í Bangladess og til Rakhine-héraðs í Búrma. Áætlunin gerði ráð fyrir að fólksflutningurinn myndi hefjast í þessari viku. Meira »

Rohingjar mótmæla flutningi til Búrma

19.1. Hundruð rohingja mótmæltu í Bangladess í dag áætlunum yfirvalda í landinu um að senda þá aftur til Búrma (Mijanmar). Rohingjar eru minnihlutahópur múslima í Búrma, sem sættu ofsóknum í heimalandinu og hafa því flúið í þúsundavís til nágrannalandsins Bangladess, aðallega á seinni hluta síðasta árs. Meira »

Rohingjarnir mun fleiri en talið var

17.1. Stjórnvöld í Bangladess segja að yfir milljón rohingja hafist við í flóttamannabúðum í landinu í nágrenni landamæranna að Búrma. Þetta er fleira flóttafólk en hingað til hefur verið talið. Meira »

Flytja 300 rohingja á dag

16.1. Stjórnvöld í Bangladess segja að búið sé að leggja línurnar um hvernig og hvenær hundruð þúsundum rohingja verður komið aftur til síns heima. Ronhingjar eru minnihlutahópur múslima sem sættu ofsóknum í heimalandinu Búrma og flúðu því í þúsundavís til nágrannalandsins Bangladess, aðallega síðustu mánuði. Meira »

Blaðamenn Reuters ákærðir

10.1. Tveir blaðamenn Reuters hafa verið ákærðir af lögreglunni í Búrma fyrir að hafa tekið við leyniskjölum sem tveir lögreglumenn létu þá hafa yfir kvöldverði. Meira »

Mega ekki giftast rohingjum

8.1. Dómstóll í Bangladess staðfesti ákvörðun stjórnvalda um að íbúum landsins sé bannað að ganga í hjónaband með rohingjum. Hundruð þúsunda rohingja hafa flúið til landsins undan ofsóknum frá nágrannaríkinu Búrma síðustu mánuði. Meira »

Tveir blaðamenn áfram í gæsluvarðhaldi

27.12. Tveir blaðamenn Reuters-fréttaveitunnar í Mjanmar (Búrma) hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í hálfan mánuð. Gætu þeir átt yfir höfði sér allt að 14 ára fangelsisdóm. Meira »

Ber meiri virðingu fyrir fólki

26.12. Á meðan stór hluti landsmanna eyddi aðventunni á þeytingi við jólaundirbúning, gjafakaup, hlaðborðshald og tónleika stóðu þrír íslenskir hjúkrunarfræðingar vaktina í tjaldsjúkrahúsi fyrir flóttamenn rohingja í Bangladess. Meira »

Banna komu mannréttindafulltrúa til Búrma

20.12. Rannsakanda Sameinuðu þjóðanna á ástandi mannréttindamála í Búrma (Mjanmar) hefur verið bannaður aðgangur að landinu. BBC hefur eftir Lee að sú ákvörðun yfirvalda í Búrma að banna för hennar „hryggi hana mikið“. „Það ríktu svo miklar vonir um að Búrma yrði frjálst lýðræðisríki,“ sagði hún. Meira »

Bundin við tré og nauðgað

15.12. Í ágúst rændu þeir yngri bræðrum hennar, bundu þá við tré og börðu þá. Hún reyndi að flýja en hermennirnir náðu henni. Þeir bundu hendur hennar við tré. Svo fóru þeir að nauðga henni einn af öðrum. Þeir voru tíu. Meira »

Þúsundir drepnar á mánuði

14.12. Að minnsta kosti 6.700 rohingjar voru drepnir á einum mánuði eftir að átök brutust út í Búrma í ágúst. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá samtökunum Læknar án landamæra. Yfirvöld í Búrma halda því fram að 400 hafi látist. Meira »

Ætla að flytja þúsundir á eyjuna

6.12. Stjórnvöld í Bangladess ætla að halda til streitu áætlunum sínum um að flytja um 100 þúsund flóttamenn frá Búrma út á láglenda eyju undan ströndum landsins. Þeir segja að „mjög fljótlega“ hefjist flutningurinn á rohingjunum sem flúið hafa í þúsundavís undan ofbeldi hersins í Búrma til nágrannaríkisins Bangladess. Meira »

Fjöldamorð í boði stjórnvalda

5.12. Mannúðarsamtökin Amnesty International hvetja til þess að brugðist verði hart við meðferð stjórnvalda í Búrma á rohingjum. Sérstök umræða verður um Búrma í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í dag. Meira »

Páfinn nefndi rohingja ekki á nafn

28.11. Frans páfi talaði um réttindi og réttlæti í ávarpi sínu í Búrma í dag þar sem hann er nú í heimsókn, fyrstur allra páfa. Hann nefndi rohingja ekki á nafn eða ásakanir um þjóðernishreinsanir hersins í landinu sem hafa hrakið hundruð þúsunda þeirra á flótta. Meira »

Neitar þjóðernishreinsunum í Búrma

27.11. Min Aung Hlaing, hershöfðingi í Búrma, sagði í Facebook-færslu eftir fund sinn með Frans páfa að hann hafi greint frá því við páfann að „engar þjóðernishreinsanir“ ættu sér stað í landinu. Hann sagði jafnframt að herinn starfaði í þágu friðar og stöðugleika í landinu. Meira »

Óttarr Proppé í Bangladess

27.11. Óttarr Proppé, starfandi heilbrigðisráðherra, er kominn til Bangladess með UNICEF til að kynna sér aðstæður rohingja þar í landi en þeir hafa í tugþúsundavís flúið þangað undan ofsóknum hersins í Búrma. Meira »

Páfinn kominn til Búrma

27.11. Frans páfi er nú kominn til Búrma þar sem hann mun dvelja í fjóra daga í opinberri heimsókn. Sjónir umheimsins hafa beinst að landinu og nágrannaríki þess, Bangladess, síðustu mánuði vegna ásakana um ofsóknir hersins á hendur rohingjum, minnihlutahópi múslima, sem hafa í þúsundavís flúið heimkynni sín. Meira »

Munkarnir vilja ekki rohingjana

26.11. Harðlínumunkar í Búrma eru ekki alls kostar sáttir við það að senda eigi þúsundir rohingja aftur til landsins frá nágrannaríkinu Bangladess. Þeir segja engar þjóðernishreinsanir hafa átt sér stað líkt og Sameinuðu þjóðirnar hafa til að mynda haldið fram. Meira »

Sendir til Búrma eftir 2 mánuði

23.11. Flutningur rohingja frá Bangladess til Búrma hefst eftir tvo mánuði samkvæmt samkomulagi ríkjanna tveggja sem undirritað var í dag. Um 620 þúsund rohingjar hafa flúið undan ofbeldi hersins í Búrma til nágrannalandsins Bangladess frá því í ágúst. Meira »

Ætla að senda rohingjana til baka

23.11. Hundruð þúsunda rohingja verða send aftur til Búrma samkvæmt samkomulagi sem stjórnvöld landsins og Bangladess, þangað sem fólkið hefur flúið, hafa gert með sér. Meira »