Skotárás í Fellahverfi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra voru kallaðar út um níuleytið 5. ágúst vegna tilkynningar um skothvelli fyrir utan söluturn í Iðufelli. Hópur manna hafði safnast þar saman til að gera upp mál sín á milli að því er lögregla telur en það sló í brýnu milli hópanna sem endaði með að skotið var af haglabyssu í átt að bíl þar sem tveir menn voru. Lögregla lokaði götum í nágrenninu þegar rannsókn fór fram, en síðar kom í ljóst að enginn hafði slasast vegna byssuskotsins. Almenn lögregla vopnaðist í aðgerðum lögreglunnar.

Sérstaklega ófyrirleitin árás

18.5. Landsréttur hefur dæmt bræðurna Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski í þriggja ára og tveggja og hálfs árs fangelsi fyr­ir að skjóta úr hagla­byssu fyr­ir utan versl­un í Efra-Brei­holti í ág­úst árið 2016. Landsréttur segir að háttsemi þeirra hafi verið sérstaklega ófyrirleitin. Meira »

Hafði verið vakandi í tólf daga

24.4. „Ég man ekki nákvæmlega það sem gerðist en ég var í mikilli neyslu og hafði verið vakandi í tólf daga þegar þetta gerðist,“ sagði Rafal Nabakowski þar sem mál gegn honum og bróður hans var tekið fyrir í Landsrétti. Meira »

„Ég sé ógeðslega eftir þessu“

24.4. „Mér finnst voðalega leiðinlegt það sem gerðist en ég ætlaði aldrei að drepa neinn,“ sagði Marcin Nabakowski í málflutningi í máli gegn honum og bróður hans, Rafal Nabakowski, í Landsrétti í morgun. Meira »

Stofnaði fjölmörgum í háska

23.2.2017 Rafal Marek Nabakowski stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu fjölda óþekktra vegfarenda í stórfelldan háska, þegar hann hleypti af byssu fyrir utan Leifasjoppu í Breiðholti 6. ágúst síðastliðinn. Tugir manna voru þar saman komnir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dómi Héraðsdóms. Meira »

Byssubræður dæmdir

23.2.2017 Bræður um þrítugt voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í fangelsi fyrir að skjóta úr haglabyssu fyrir utan verslun í Efra-Breiðholti í ágúst í fyrra. Meira »

Farið fram á allt að 6 ára fangelsi

17.2.2017 Aðalmeðferð í skotárásarmálinu í Fellahverfi í fyrra lauk í héraðsdómi í dag. Lögð var fram auka rannsóknarskýrsla lögreglunnar sem dómari hafði óskað eftir á fyrri stigum aðalmeðferðarinnar í janúar auk þess sem eitt vitni var yfirheyrt. Dómari sagðist gera ráð fyrir dómi í málinu fljótlega. Meira »

Með latt auga eftir árásina

13.1.2017 Bræðurn­ir tveir, sem ákærðir eru fyrir að hafa skotið úr hagla­byssu við sölut­urn í Fella­hverfi í Breiðholti á síðasta ári, hafa einnig verið ákærðir fyr­ir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás í mars síðastliðnum. Maðurinn, sem varð fyrir árásinni, bar vitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

Höglin rétt hjá höfði konunnar

5.1.2017 Hagladrífan sem skotið var á bifreið í Fellahverfi í Reykjavík í ágúst á síðasta ári, eða kjarni henn­ar sem að megn­inu til lent á hurð bif­reiðar­inn­ar, var um hálfan metra frá höfði kon­u sem var í bif­reiðinni. Dreif­ing hagl­anna var það lít­il að hefðu högl­in hafnað hálfum metra ofar hefðu þau öll hæft höfuð kon­unn­ar. Meira »

Segist hafa verið heppin

5.1.2017 Maður og kona, sem voru í bifreiðinni sem skotið var á með afsagaðri haglabyssu í Fellahverfi í Breiðholti í sumar, voru leidd fyrir héraðsdóm sem vitni við aðalmeðferð í máli byssubræðra í dag. Meira »

Segjast báðir hafa skotið úr byssunni

5.1.2017 Bræðurnir sem ákærðir eru fyr­ir að hafa skotið úr hagla­byssu í Fella­hverfi í Reykja­vík í byrj­un ág­úst viðurkenndu báðir við skýrslutöku í morgun að hafa hleypt skoti af byssunni. Meira »

Aðalmeðferð í máli byssubræðra hafin

5.1.2017 Aðalmeðferð í máli bræðranna tveggja, sem ákærðir eru fyr­ir að hafa skotið úr hagla­byssu í byrj­un ág­úst, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Báðir bræðranna voru mættir í dómstól. Meira »

Byssubróðir í varðhaldi fram á næsta ár

23.12.2016 Annar byssubróðirinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa skotið úr haglabyssu við söluturn í Fellahverfi í Breiðholti í ágúst, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í mars og ólögmæta nauðung í júlí þarf að sitja áfram í gæsluvarðhaldi yfir hátíðir og fram til 19. janúar. Meira »

„Byssubræður“ neita sök

12.12.2016 Tveir bræður á þrítugsaldri, sem ákærðir hafa verið fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og ólögmæta nauðung fyrr á þessu ári, neituðu sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Meira »

Fleiri brot byssubræðra

9.12.2016 Bræðurnir sem ákærðir hafa verið fyrir að hafa skotið úr haglabyssu við söluturn í Fellahverfi í Breiðholti hafa einnig verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í mars á þessu ári og ólögmæta nauðung í júlí. Meira »

Ákærður fyrir tilraun til manndráps

15.11.2016 Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir að hafa skotið úr haglabyssu í Fellahverfi í Reykjavík í byrjun ágúst í kjölfar átaka. Annar mannanna er ákærður fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og vopnalagabrot fyrir að hafa skotið úr byssunni á bifreið sem kona og karlmaður voru í. Meira »

Gæsluvarðhald staðfest í byssumáli

13.9.2016 Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði yfir tveimur mönnum sem eru grunaðir um að hafa skotið úr haglabyssu á bifreið í Iðufelli í Breiðholti í kjölfar átaka. Mennirnir skulu sæta gæsluvarðhaldi til 7. október. Meira »

Gæsluvarðhald yfir bræðrunum framlengt

9.9.2016 Héraðsdómur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir þeim sem grunaðir eru um aðild að skotárásinni sem átti sér stað í Fella­hverfi í Breiðholti í ágústmánuði. Ákvörðunin er sögð byggja á almannahagsmunum. Meira »

Blóðkám fannst á byssunni

16.8.2016 Haglabyssa, sem talið er að hafi verið notuð í skotárás í Fellahverfi í Breiðholti fyrr í þessum mánuði, fannst í íþróttatösku sem komið hafði verið fyrir í ruslagreymslu fjölbýlishúss. Lögregla fékk ábendingu um málið. Þetta kemur fram í greinargerð aðstoðarsaksóknara vegna skotárásarinnar en skotið var af afsagaðri haglabyssu meðal annars á rauða bifreið. Meira »

Staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðina

16.8.2016 Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur karlmönnum vegna atviks sem átti sér stað í Fellahverfi í Breiðholti fyrr í þessum mánuði. Meira »

Fengu upptökur frá Iðufelli

16.8.2016 Rannsókn á skotárásinni í Breiðholtinu er í forgangi hjá lögreglu, sem lítur málið grafalvarlegum augum. Upptökur frá vettvangi skotárásarinnar bárust eftir að lögregla óskaði eftir myndum og myndskeiðum. Meira »

Lengra gæsluvarðhald í skotárásarmáli

12.8.2016 Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárásinni sem átti sér stað í Fellahverfi í Breiðholti um síðustu helgi. Meira »

Fer fram á lengra gæsluvarðhald

12.8.2016 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum fæddum 1988 og 1987 vegna rannsóknar á skotárás í Iðufelli í Breiðholti síðastliðinn föstudag. Meira »

Vilja myndir vegna skotárásar

11.8.2016 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás sem átti sér stað í Breiðholti sl. föstudag miðar ágætlega. Þó eru nokkur atriði sem enn eru óljós. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Meira »

Mun færri koma í söluturninn

10.8.2016 Mun færri hafa lagt leið sína í söluturninn í Iðufelli síðustu daga en vikurnar á undan. Annar eigenda hans segir að íbúar í hverfinu séu varir um sig eftir skotárásina sem gerð var fyrir framan húsnæðið á föstudagskvöld. Viðskiptavinir stoppi skemur en áður. Meira »

Annar maðurinn 28 ára, hinn 29 ára

10.8.2016 Karlmennirnir tveir sem sæta gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Breiðholti á föstudagskvöld eru 28 ára og 29 ára, eða fæddir árin 1988 og 1987. Þeir eru báðir íslenskir ríkisborgarar en af erlendu bergi brotnir. Meira »

Annar maður í gæsluvarðhald

8.8.2016 Karlmaðurinn sem handtekinn var í morgun í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Breiðholti á föstudagskvöld hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. ágúst á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Meira »

Gera kröfu um gæsluvarðhald

8.8.2016 Maðurinn sem handtekinn var í morgun í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skotárás í Breiðholti á föstudagskvöld hefur verið leiddur fyrir dómara og gerir lögreglan kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum. Þetta staðfestir lögreglan í samtali við mbl.is. Meira »

Maðurinn fundinn

8.8.2016 Maður sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur leitað að í tengslum við rannsókn hennar á skotárás í Breiðholti á föstudagskvöld var handtekinn í umdæminu í morgun. Lögregla fann manninn á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Maðurinn enn ófundinn

8.8.2016 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á átökunum í Breiðholti á föstudagskvöld er í fullum gangi að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar. Maðurinn sem lögregla hefur leitað að frá því aðfaranótt laugardags gengur enn laus. Meira »

Lögregla leitar enn mannsins

7.8.2016 Maðurinn sem lögregla leitar vegna átakanna í Breiðholti á föstudagskvöld gengur enn laus. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir allt kapp vera lagt á að ná manninum, en lögregla veit deili á honum líkt og fram hefur komið í fyrri fréttum. Meira »