Skotárás í Strassborg

Lýsti yfir stuðningi við Ríki íslams

22.12. Árásarmaðurinn sem skaut fimm manns til bana á jólamarkaði í Strassborg um miðjan mánuðinn lýsti yfir stuðningi við Ríki íslams í myndskeiði áður en hann framdi árásina. Meira »

Fimmta fórnarlambið látið

16.12. Tala lát­inna eft­ir skotárás á jóla­markaði í Strass­borg á þriðju­dag er kom­in upp í fimm, en fimmta fórn­ar­lambið lést af sár­um sín­um í dag. Ellefu til viðbót­ar særðust í árás­inni. Meira »

Foreldrar árásarmannsins látnir lausir

15.12. Foreldrar og tveir bræður Cherif Chekatt, sem gerði árás á jólamarkað í Strassborg á þriðjudag, voru í dag látin laus úr haldi lögreglu, en fjölskyldan var handtekin í tengslum við rannsóknina. Þrír til viðbótar, sem voru nánir Chekatt, eru hins vegar enn í haldi. Meira »

Fjórða fórnarlambið látið

14.12. Tala látinna eftir skotárás á jólamarkaði í Strassborg á þriðjudag er komin upp í fjóra, en fjórða fórnarlambið lést af sárum sínum í dag. Tólf til viðbótar særðust í árásinni, að minnsta kosti einn mjög alvarlega. Fjögur fórnarlamabanna eru enn á sjúkrahúsi. Meira »

Náðum markmiðum okkar að fullu

14.12. Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, var þakklátur á Twitter þegar hann þakkaði sérsveitarmönnum fyrir að hafa skotið árásarmanninn í Strassborg til bana í gærkvöldi. Sagði hann að markmiðum gagnvart hryðjuverkum hafi verið náð að fullu. Jólamarkaðurinn í borginni hefur verið opnaður að nýju. Meira »

Fjölskylda árásarmannsins handtekin

14.12. Franska lögreglan hefur handtekið foreldra og tvo bræður árásarmannsins sem hóf skotárás á jólamarkaði í Strassborg á þriðjudagskvöld. Alls hafa fimm manns verið handteknir í tengslum við árásina en sá fimmti er ekki skyldur árásarmanninum, Cherif Chekatt. Meira »

Árásarmaðurinn í Strassborg felldur

13.12. Franska lögreglan hefur skotið til bana árásarmanninn sem hóf skotárás á jólamarkaði í Strassborg á þriðjudagskvöld. Þrír létust í árásinni og þrettán særðust. BBC greinir frá. Meira »

Öfgavæddist í fangelsi

13.12. Árásarmannsins í Strassborg, Cherif Chekatt, er enn leitað en hann hefur ítrekað verið dæmdur fyrir glæpi. Hann öfgavæddist innan veggja fangelsisins. Þrír eru látnir og 13 særðir eftir árásina á jólamarkaðnum. Þar af eru fimm alvarlega særðir. Meira »

Samúðarkveðjur til íbúa Strassborgar

13.12. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sendi í gær samúðarkveðju til borgarstjórans og íbúa í Strassborg.  Meira »

Biðja almenning um aðstoð við leitina

12.12. Franska lögreglan hefur biðlað til almennings um hjálp við að finna manninn sem hóf skotárás skammt frá jólamarkaði í Strassborg í gærkvöld. Tveir létust og þrettán særðust í árásinni, en árásarmaðurinn er enn á flótta. Meira »

Bendir á árásina máli sínu til stuðnings

12.12. Donald Trump Bandaríkjaforseti benti á árásina sem gerð var í Strassborg í gær, þar sem þrír létust, til að óska enn frekar eftir því að múr við landamæri Bandaríkjanna að Mexíkó verði fjármagnaður. Meira »

Árásarmaðurinn ákallaði Allah

12.12. Árásarmaðurinn sem varð þremur að bana og særði 13 á jólamarkaði í Strassborg í gærkvöldi ákallaði Allah er hann hóf skothríðina. Er maðurinn, sem franskir fjölmiðlar hafa nefnt Cherif C, sagður hafa hrópað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ er hann hóf að skjóta. Meira »

„Svolítill skjálfti yfir borginni“

12.12. „Það var svolítill skjálfti yfir borginni en ég varð ekki mikið var við lögreglu, her eða neitt slíkt,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata. Hann kom til Strassborgar í gærkvöldi en þrír eru látnir eftir skotárás í miðborg frönsku borgarinnar skammt frá jólamarkaði í gærkvöldi. Meira »

Handsprengjur á heimili árásarmannsins

12.12. Hundruð lögreglumanna leita enn mannsins sem varð þremur að bana og særði tólf til viðbótar í skotárás í borginni Strassborg í Frakklandi í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var á lista lögreglu yfir einstaklinga sem hryðjuverkaógn var talin geta stafað af. Meira »

Fjórir látnir í Strassborg

12.12. Fjórir eru látnir eftir skotárásina í Strassborg í kvöld. Þetta staðfestir borgarstjórinn í Strassborg.  Meira »

Skotárás í Strassborg

11.12. Að minnsta kosti einn er látinn og sex særðir eftir skotárás í Strassborg í Frakklandi. Að sögn lögreglu er árásarmaðurinn á flótta. Meira »