Ketó hamborgara-steik með fylltum sveppum og hrásalati

Hér er allt gert frá grunni og brauðinu sleppt. Líklega er þetta besti borgari sem þú munt borða og fylltu sveppirnir eru algerlega ómissandi meðlæti.
Það er meistari Gunnar Már Sigfússon sem á heiðurinn að þessari snilld. 
Hamborgara-steik með rauðkáls-hrásalati og fylltum sveppum
  • Uppskrift fyrir: 2
  • Eldunartími: 20 mín.

Hráefnin

  • 2 stk. 120 gr. hamborgarar
  • 2 Hass-avókadó (lítil)
  • 1 tómatur
  • ferskt kál
  • salt og svartur pipar

Hrásalatið

  • 300 gr. rauðkál
  • 1 meðalstór gulrót
  • 2 kúfuð msk. majónes
  • 1 tsk. dijon-sinnep
  • smá skvetta sítrónusafi

Sveppirnir

  • 2 stórir grillsveppir eða 4 minni
  • 2 msk. rifinn piparostur
  • 2 msk. rifinn ostur

Það sem þú þarft að hafa við höndina er steikarpanna, bretti, hnífur, rifjárn, ostaskeri

Stilltu ofninn á 180° og yfirhita

Aðferð

1. Taktu stilkinn úr sveppunum og settu piparostinn í botninn. Settu rifna ostinn yfir hvern svepp og settu þá á bökunarpappír inn í heitan ofninn í 10 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.

2. Skerðu avókadó og tómat í sneiðar og rífðu kálið niður í grófa bita.

3. Notaðu hníf og skerðu rauðkálið mjög þunnt niður eða notaðu ostaskera til að rífa það smátt niður og notaðu rifjárn á gulræturnar. Ef þú átt matvinnsluvél er það klárlega besti kosturinn. Blandaðu dressingunni saman og bættu við grænmetið.

4. Steiktu kjötið á vel heitri pönnu í 1-2 mínútur á hvorri hlið í smá olíu og kryddaðu það.

5. Settu hamborgarann á disk og settu kál, tómata og avókadó yfir hann ásamt rauðkáls-hrásalatinu.

Berðu hann síðan fram með fylltu sveppunum.

Gunnar Már Sigfússon.
Gunnar Már Sigfússon.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert