Kremaður ketókjúklingur

Þessi uppskrift er að sögn Gunnars Más Sigfússonar algjör klassík enda ekki annað hægt þegar um er að ræða kremaða hvítlaukssósu, ferskt spínat og sólþurrkaða tómata.

Kremaður tuscan-kjúklingur

  • Fyrir 2
  • 7 g af kolvetnum

Aðferð:

Hitaðu ofinn í 180° og blástur

Hráefni:

  • 350 g úrbeinuð kjúklingalæri eða kjúklingabringur
  • 3 rif hvítlaukur, kraminn
  • ½ haus blómkál, grjónað í matvinnsluvél eða rifið niður með rifjárni
  • 1 poki ferskt spínat, grófsaxað
  • 2 msk. sólþurrkaðir tómatar, saxaðir smátt
  • 125 ml rjómi
  • 2 msk. ferskur parmesan-ostur rifinn niður

Aðferð:

1. Settu smjör eða olíu á heita pönnu og steiktu kjúklingalærin vel og kryddaðu þau með kryddi að eigin vali. Settu þau síðan í eldfast mót og hafðu í ofni í 10-15 mínútur. Fer eftir þykkt. Mæli með að skera bringurnar langsum í tvennt ef þú ert að nota þær til að stytta eldunartímann.

2. Settu 1 msk. smjör á pönnuna og byrjaðu á að steikja hvítlaukinn í 30 sekúndur og bættu svo blómkálinu við. Steiktu það í 5 mínútur. Bættu þá spínatinu saman við ásamt tómötunum.

3. Bættu síðan rjómanum og ostinum við og leyfðu þessu að malla í 10 mínútur eða þar til kjúklingurinn er klár. Ef þetta er að þykkna of mikið bætirðu við smá vatni. Smakkaðu til með salti.

4. Bættu kjúklingnum aftur á pönnuna og berðu fram með fersku grænu salati.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »