Vanilluskyrkökur með karamellubráð

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Þegar kemur að huggulegum veitingum á veisluborðið er enginn flinkari en Berglind Hreiðars á Gotteríi & gersemum enda má kalla hana ókrýndan Íslandsmeistara í veisluhaldi.

Þessar skyrkökur eru í miklu uppáhaldi hjá henni enda skyldi engan undra. Þær eru fáránlega bragðgóðar og koma virkilega vel út í krukkunum.

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Vanilluskyrkökur með karamellubráð uppskrift

Uppskriftin dugar í 18 litlar krukkur eða færri stærri ílát

Botn

  • 1 pk. Lu Bastogne Duo-kex mulið

  • 20 gr. brætt smjör

Skyrkaka

  • Ísey skyr með vanillubragði (stór dós)

  • 500 ml rjómi

  • 200 gr. hvítt súkkulaði

  • Fræ úr einni vanillustöng

Karamellubráð

  • 20 stk. stórar og mjúkar rjómakaramellur (t.d frá Karamel Kompagniet)

  • 5 msk. rjómi

  • Karamellukurl

Aðferð

  1. Blandið saman kexi og smjöri og setjið góða teskeið í botninn á hverri krukku (meira ef notuð eru stærri ílát).
  2. Bræðið súkkulaðið og leyfið því að kólna aðeins.
  3. Þeytið rjóma og leggið til hliðar.
  4. Þeytið skyrið og skafið úr vanillustönginni út í og blandið vel.
  5. Blandið því næst bræddu súkkulaðinu saman við og að lokum rjómanum með sleikju þar til vel blandað. Skiptið á mill ílátanna.
  6. Bræðið karamellur og rjóma saman við meðalháan hita þar til karamellurnar eru uppleystar. Leyfið að kólna örlítið en hellið þó yfir skyrkökurnar áður en blandan verður of þykk.
  7. Skreytið með karamellukurli.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert