Bryngerður Súla mætti með nammibita

Ljósmynd/Albert Eiríksson

Það var engin önnur en Bryngerður Súla sem mætti með þessa girnilegu karamellubita en óvænta tvistið í uppskriftinni eru án efa lakkrísreimarnar sem hægt er að hafa bæði fylltar og ófylltar.

Það var meistari Albert Eiríksson sem deildi uppskriftunum úr magnaðri veislu Kvennakórs Ísafjarðar.

Dumble nammibitar

  • 300 g Dumble karamellur
  • 130 g smjör
  • 200 g lakkrísreimar (fylltar eða ófylltar)
  • 90 g kornflex, mulið gróft

Bræðið karamellur og smjör í potti
Bætið lakkrís (skerið niður) og kornflexi saman við hrærið saman.
Setjið í form (24x34cm), klætt smjörpappír. Kælið

Krem

  • 400 g rjómasúkkulaði
  • 60 g smjör

Bræðið súkkulaði og smjör. Hellið yfir nammið í forminu.
Kælið. Skerið í litla bita

Ljósmynd/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert