Svona mýkir þú smjör á augabragði

Það finnast ýmsar aðferðir til að mýkja upp smjör.
Það finnast ýmsar aðferðir til að mýkja upp smjör. mbl.is/

Hér er lausnin við því hvernig við mýkjum upp smjörklump á augabragði. En það getur verið hvimleitt að ætla sér að baka eitthvað gott þar sem smjörið er tekið kalt og hart beint úr kæli. Við höfum áður sagt frá aðferðum sem eiga að svínvirka, en þessi hér slær öllu öðru við.

Það eina sem þú þarft að gera er að taka smjörið úr kæli og leggja það á borðið. Haltu smjörinu í pakkningunum og dragðu fram hárblásarann. Byrjaðu á því að hita smjörið rólega með því að nota ekki of háa stillingu – og klumpurinn mun mýkjast upp á augabragði. Við sáum þessa stórsniðugu aðferð hjá 'Foudepatisserie' á Instagram. 

mbl.is