Mætir nýjum verkefnum með óttaleysi

Halla Tómasdóttir er forstjóri The B Team.
Halla Tómasdóttir er forstjóri The B Team. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halla Tómasdóttir, forstjóri The B Team, segir að vináttan, fjölskylda og jákvætt viðhorf skipti mestu máli í lífinu. Hún segir að þegar verkefni lífsins mæta grípi möguleikarnir hana. B Team eru alþjóðleg samtök leiðtoga sem beita sér saman fyrir bættum viðskipta- og stjórnarháttum í þágu umhverfis og samfélags. Það var góðgerðarstofnun Rockefeller sem kom að stofnun B Team fyrir 6 árum síðan. Sú stofnun hefur stutt mörg helstu framfaraverkefni heimsins sl. 60 árin. Hún er nýkomin frá Bellagio þar sem hún tók þátt í 60 ára afmælisráðstefnu Rockefeller-stofnunarinnar. Það sem hún tekur frá þeirri ráðstefnu er sú skoðun að nú sé komin tíminn á endursköpun um víða veröld. 

-Hvað skiptir mestu máli í lífinu?

„Fjölskyldan, vináttan, heilsan og jákvætt viðhorf til alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða.“

-Hvaða breytingar hefur þú gert á undanförnum árum sem hafa haft hvað mestu áhrifin á lífið þitt?

„Ég hef alltaf verið opin fyrir ævintýrum en með hverju árinu sem líður tekst mér sífellt betur að mæta þeim verkefnum sem koma í óttaleysi. Því fylgir bæði vellíðan og hamingja.“

-Hvaða ráð myndir þú gefa tvítugri sjálfri þér?

„Að hafa hugrekki til að hlusta ávallt á mína innri rödd og leyfa henni að hljóma og ráða för í lífinu.“

-Ef þú mættir breyta einhverju einu í heiminum- hvað væri það?

„Að fleiri konur væru í forystu, alls staðar.“

-Hvað er góð sjálfsvirðing að þínu mati?

„Hæfileg blanda af sátt við eigin sál og líkama og auðmýkt gagnvart því að við erum hvert og eitt bara lítill hluti af stórkostlegri heild.“

-Þegar verkefni lífsins mæta, hvað grípur þig þá?

„Möguleikarnir. Við getum skapað þá framtíð sem við viljum, fyrir okkur sjálf, okkar afkomendur og heiminn allan.“

-Hvernig er að vaxa og þroskast á persónulega sviðinu?

„Það er verkefni, og jafnframt tilgangur lífsins.“

-Hvað skiptir mestu máli að kynlóðin sem þú tilheyrir geri til að tryggja framtíð komandi kynslóða?

„Við verðum að hugsa um móður jörð, við eigum ekkert annað heimili. En við eigum líka að hugsa betur hvert um annað, skapa manneskjulegt samfélag þar sem allir fá notið sín. Fegurðin og framtíðin felst í fjölbreytileika náttúru, lífríkis og samfélags.“

-Er eitthvað sem við gerum sem við ættum að endurhugsa?

„Við eigum að endurhugsa skilgreiningu árangurs. Fyrirtæki eiga ekki bara að mæla fjárhagslegan hagnað, heldur einnig áhrif sín á umhverfi og samfélag. Samfélög eiga ekki bara að mæla hagvöxt, heldur einnig vellíðan og samfélagslegar framfarir. Sem einstaklingar þurfum við að hugsa meira um vöxt og vellíðan og hversu vel við lifum og störfum í sátt við okkar eigin gildi.“

-Hvað þýðir gott uppeldi að þínu mati?

„Líklega er fátt mikilvægara en að ganga á undan með góðu fordæmi og reyna að hjálpa börnum sínum að þroska eigin dómgreind og gildismat. En svo skipta einfaldir hlutir líka máli, borða sem oftast saman kvöldmat og ræða málin.“ 

-Áttu eitt gott ráð sem þú vilt gefa áfram sem þú getur deilt með lesendum?

„Láttu gott af þér leiða, heimurinn þarf á öllum okkar einstöku kröftum að halda, aldrei meir en nú. Ég trúi því staðfastlega að það búi leiðtogi inní hverju okkar og að verkefni lífsins sé að leysa hann úr læðingi og nýta til góðs.“

-Hvernig kanntu við þig sem forstjóri B TEAM?

„Starfið er óneitanlega krefjandi en einnig gríðarlega spennandi og skemmtilegt. Ég fæ að starfa með einstökum hópi leiðtoga, sem eiga það sameiginlegt að vilja beina kröftum sínum að því að bæta heiminn. Við erum að storka viðteknum venjum í viðskiptum og erum ekki sammála skilgreiningu hagfræðingsins Milton Friedman sem sagði fyrir nær 50 árum síðan að eina hlutverk fyrirtækja væri að hámarka arð til sinna hluthafa. Jafnvel ef svo væri, þá gæti ekkert fyrirtæki gert það til lengri tíma litið nema að sinna sínu starfsfólki, samfélagi og umhverfi vel. Þessi þrönga sýn á hlutverk fyrirtækja hefur skilið eftir sig rjúkandi rúst í umhverfismálum, útbrennt starfsfólk og lágt traust og ósátt í samfélaginu. Við viljum sjá forystufólk fyrirtækja stjórnvöld og samfélag vinna saman að úrlausnum á þessum stóru áskorunum.“

Þú varst að koma frá Bellagio þar sem þú tókst þátt í 60 ára afmælisráðstefnu Rockefeller-stofnunarinnar, segðu okkur aðeins frá því

„Góðgerðarstofnun Rockefeller kom að stofnun B Team fyrir 6 árum síðan. Rockefeller hefur stutt mörg helstu framfaraverkefni heimsins sl. 60 ár og boðaði nú sína samstarfsfélaga til ráðstefnu um heimsmarkmiðin. Þarna komu saman þjóðarleiðtogar, listafólk, aktívistar, fulltrúar næstu kynslóða og fjölbreytt forystufólk til að ræða leiðir til úrlausna á heimsmarkmiðunum. Árið 2015 samþykktu yfir 190 þjóðríki þessi markmið og sögðust jafnframt ætla sér að ná þeim fyrir árið 2030. Við erum langt frá því ef fram heldur sem horfir og vorum við að vinna að hugmyndum um hvernig við gætum skipulagt áratug efnda og fengið stjórnvöld, einkageirann og almenning í sameiginlegt átak þar um. Ég lærði mikið og á köflum var þetta krefjandi, enda er erfitt að horfast í augu við hvað áskoranirnar eru margar og flóknar. En ég fylltist líka innblástri því það er margt gott fólk að vinna hreint ótrúlegt starf um allan heim. Mér líður samt stundum eins og heimurinn sé „óheilbrigður líkami” og við erum allt of oft að ræða afleiðingar þess, í stað þess að horfa á líkamann í heild sinni og viðurkenna að þau kerfi sem við höfum skapað eru ekki að þjóna heilsu okkar lengur. Það er kominn tími á endurskoðun…eða öllu heldur endursköpun.“

mbl.is

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

18:00 Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

14:00 Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

09:45 Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

05:00 ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »

8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

Í gær, 22:29 Flest pör stunda betra og meira kynlíf í fríinu. Svona ferðu að því að gera kynlífið í sumarfríinu enn betra.   Meira »

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

í gær María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

í gær Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

í gær Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

í gær Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

í fyrradag Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

17.7. Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

17.7. Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

17.7. Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

17.7. Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

16.7. Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

16.7. Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

16.7. Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

16.7. Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

16.7. Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

15.7. Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

15.7. „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »