Mittisdrottningin sjálf selur mittisbelti

Kardashian West gefur út mittisbelti.
Kardashian West gefur út mittisbelti. mbl.is/Angela Weiss

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West tilkynnti nýlega um mittisbelti sem hún hannaði og selur nú. Beltið kemur í kjölfar aðhaldsfatnaðar sem hún hóf nýlega sölu á. 

Kardashian West hefur notast við mittisbelti í gegnum árin, til að mjókka á sér mittið. Hún segir í nýju myndbandi að hún gefi öllum nýjum mömmum sem hún þekkir mittisbeltið að gjöf eftir fæðingu. Hún er að sjálfsögðu drottning mittisins og er þekkt fyrir að líta út eins og hið fullkomna stundaglas. 

Mittisbelti eru þó ekki hættulaus og óvíst um hvort þau virki í raun og veru. „Mittin eru ekki að mjókka vegna mittisbeltanna einna. Beltið lætur mittið aðeins líta út fyrir að vera mjórra þegar þú ert með beltið,“  sagði Caroline Apovian hjá Boston Medical Center. 

Kardashian klæddist gríðar þröngum kjól á Met Gala í vor.
Kardashian klæddist gríðar þröngum kjól á Met Gala í vor. mbl.is/AFP

Mittistbelti eru ekki bara óþægileg, þau geta valdið alvarlegum innvortis skaða. „Þau geta ýtt maganum upp í þindina og valdið bakflæði og haft áhrif á andardráttinn,“ sagði Apovian. Það er því stór áhætta að taka miðað við að árangurinn er ekki tryggður. 

„Læknisfræðilega séð er ekki rökrétt að vefja mittið og gera það mjórra,“ sagði Mary Jane Minkin, læknir við læknadeild Yale. „Þegar þú tekur beltið af fer líkamin aftur í sitt venjulega form. Það er líka óþægilegt, hamlar hreyfingu, og ef þú strekkir mikið á því getur það valdið öndunarerfiðleikum og tæknilega séð gæti það valdið skaða á brjóstkassanum,.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál